Húnavaka - 01.05.2007, Page 53
HUNAVAKA
51
Þetta gerðist á fundinum: Hafsteinn Pétursson kosinn formaður
nefndarinnar.
1. Stofnsamningur sá er samþykktur var 2S. nóvember 1951, undirrit-
aður og formanni falið að leita staðfestingar menntamálaráðs á
honum.
2. Samin umsókn um byggingarleyfi fyrir félagsheimilið til Fjárhags-
ráðs.
3. Eftir ósk nefndarinnar mætti á fundinn Klemens Guðmundsson
póstur á Botnastöðum. Nefndin spurði hann, hvort hann væri fáan-
legur til að leyfa væntanlegum húsverði beitarréttindi í Botnastaða-
landi. Klemens gaf nefndinni skriflega yFirlýsingu þess efnis, að
hann sem eigandi Botnastaða legði eftírfarandi kvöð á jörðina frá
vorinu 1954.
„Húsvörburfélagsheimilisins, skal hafa beitarréttindi í Botnastabalandi, fyr-
ir þrjá nautgripi, fimmtíu fjár og þrjú hross. Gegn sanngjarnri þóknun og í
samrábi við hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps“.
Oddviti Bólstaðarhlíðarhrepps þakkaði Klemens Guðmundssyni þessa
yfirlýsingu.
Almennur sveitarfundur var haldinn að Bólstaðarhlíð 15. apríl 1952.
Þar er húsbyggingarmál enn á dagskrá. Oddviti lagði fram uppdrátt að
fyrirhuguðu félagsheimili fyrir Bólstaðarhlíðarhrepp og reifaði málið.
A fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt með öllurn greiddum at-
kvæðum, 32 að tölu.
„Fundurinn felur byggingarnefndinni að leita eftir loforðum sveitamanna um
fijáls framlög til félagsheimilisbyggingar, eftir teikningu Þóris Baldvinssonar.
Verði loforðin nœgileg að hennar dómi, felur hann henni að hefja pegar fram-
kvæmdir, svo unnt sé að koma húsinu undir þak, fyrir næsta vetur.
Telji nefndin hins vegar loforðin ófullnægjandi, skal hún þegar kalla saman
almennan sveitarfund um málið“.
Og nú loksins eftir allar samþykktirnar, hillir undir að komist skriður á
málið.
Hafist handa
Þriðjudaginn 24. júní 1952 komu þeir Þorsteinn Einarsson íþróttafull-
trúi og maður frá teiknistofu landbúnaðarins til þess að staðsetja félags-
heimilisbygginguna. Að þessu kom einnig byggingafulltrúi sýslunnar,
Kristján Gunnarsson, ásamt nefndarmönnunum, Hafsteini Péturssyni,
Sigurði Þorfinnssyni og Onnu Bjarnadóttur. Enn fremur Guðmundur
Trygg\;ason bóndi og smiður í Finnstungu og hreppsnefndarmaðurinn
Jón Tryggvason í Artúnum. Var aðstaða öll athuguð og lega hússins
ákveðin ágreiningslaust.