Húnavaka - 01.05.2007, Page 55
IIÚNAVAKA
53
Þriðjudaginn 11. nóvember 1952 hélt húsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps
fund að Gunnsteinsstöðum. Formaður skýrði frá framkvæmdum og gaf
yfirlit um áfallinn kostnað. Séra Gunnar Árnason þakkaði nefndinni gott
samstarf og gat þess að hann væri á förum til þess að taka við prestsstarfi
í Kópavogi. Sérstaklega þakkaði hann formanni nefndarinnar, Hafsteini
Péturssyni oddvita á Gunnsteinsstöðum, hans forystu og framgöngu í
húsbyggingarmálinu. Hafsteinn þakkaði séra Gunnari samstarfið og hlý
orð og vonaði að gott samband héldist þó að hann væri að flytja úr sveit-
inni.
Þá er tímabært að nefna þátt oddvitans, Hafsteins Péturssonar bónda
á Gunnsteinsstöðum.
Hann var oddviti og forystumaður sinnar sveitar í rúma fjóra áratugi,
frá 1919 til þess er hann fellur frá síðla sumars 1961.
Hann kom einnig mjög við sögu byggingar Þinghússins í Bólstaðar-
hlíð. Fullyrða má að varla hefði verið ráðist í það stórvirki er hér hefur
verið um rætt, það er byggingu félagsheimilisins Húnavers, hefði atbeina
Hafsteins ekki notið við. Með fádæma þrautseigju og rökfestu þokaði
hann málum fram sem mörgum virtust óleysanleg.
Hann var óumdeilanlega einn af mestu félagsmálaforingjum héraðsins
í marga áratugi sem hafði forgöngu um mörg mestu framfaramál þess.
Má þar nefna hafnargerð á Skagaströnd. Búnaðarsamband A-Hún. varð
að stórveldi undir hans stjórn með mikilli vélaeign. Hann gegndi for-
mennsku í Veiðifélagi Blöndu og Svartár um langa hríð, auk margs ann-
ars.
Bólhlíðingar og austur-húnvetnskir bændur eiga Hafsteini á Gunn-
steinsstöðum mikið að þakka.
Eftir að séra Gunnar Árnason hvarf úr héraði kom varaoddviti lirepps-
nefndar, Jón Tryggvason bóndi í Ártúnum, í byggingarnefndina. Hann
tekur svo viö oddvitastarfi er Hafsteinn fellur frá 1961. Jón verður þá far-
sæll foringi sinnar sveitar rúma tvo áratugi eða til 1982.
En höldum áfram með byggingu Húnavers. Þar koma margir við sögu
og verða þeir ekki taldir hér. Á almennum sveitarfundi, 30. ágúst 1953,
skýrir oddviti frá gangi rnála með félagsheimilið og eggjar sveitarbúa að
sýna í nútíð og framtíð svipaðan áhuga og þegar lagt var í framkvæmd-
ina. Og smám saman rís húsið á móunum en fleira var í gangi.
Á fundi í Bólstaðarhlíð árið 1955, þann 9. apríl, var samþykkt réttar-
bygging, sem skyldi standa ofan vegar, sunnan Hlíðarár, í stað Mjóadals-
réttar. Klemens Guðmundsson hafði boðið sveitarfélaginu land undir
rétt og nátthaga endurgjaldslaust um alla framtíð.
Var honum þakkað hans góða tilboð og þann hlýhug sem hann hafði
sýnt til félagsnrála í sveidnni. Klemens fékk síðan aðseturstað í Húnaveri,
endurgjaldslaust, í kjallaraherbergi undir húsvarðaríbúð.
Á árinu 1956 var svo komið að húsvörður flutti í húsið. Fyrstu húsverð-
ir urðu hjónin Anna Bjarnadóttir og Guðmundur Jónsson bóndi á
Botnastöðum.