Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 67
H U N A V A K A
65
ekkert til í Húnavatnssýslu, haföi aldrei komið þangað, aðeins ekið í gegn
eins og fólk gerði ef það var á leiðinni með rútu milli Norður- og Suður-
lands. Þá sást raunar lítið af Blönduósi, bara ekið niður í kvos og upp aft-
ur svo að mér var ekkert minnisstætt að hafa komið þangað. Hins vegar
var eitt sem sat dálítið fast í mér. Amma mín, sem ég ólst upp hjá, haföi
verið á Kvennaskólanum. Hún talaði nú ekkert mikið um þessa skóla-
göngu sína svo að ég myndi til en ég vissi vel af því að hún haföi verið á
Blönduósi. Hún átti m. a. Kvennafræðarann eftir Elínu Briem sem var
lengi forstöðukona Kvennaskólans. Amma var mjög vel að sér til munns
og handa, mikil matargerðarkona, lagin saumakona og góð húsmóðir.
Sjálfsagt hefur þetta haft sín áhrif. Annað kom svo til því að þegar ég út-
skrifaðist úr húsmæðrakennaraskólanum, fékk ég verðlaun úr Verðlauna-
sjóði Elínar Briem. Það var stór verðlaunapeningur úr málmi með
upphleyptri vangamynd af Elínu, gerður af Ríkharðijónssyni myndlistar-
manni. Eg geymi þennan veglega pening í fallegri öskju sem hann var
afhentur í en hef aldrei hampað honum eða talað um þessi námsverð-
laun.
Náminu skipt til helminga
Eg kom til Blönduóss á sólbjörtum liaustdegi daginn áður en við kennar-
arnir áttum að taka til starfa við Kvennaskólann. Sköruleg kennslukona,
Ragnheiður Brynjólfsdóttir, tók á móti mér þegar ég kom með rútunni
að Hótel Blönduósi og sagði mér að hún væri búin að fá mann til að aka
mér út á skóla en fyrst ætti ég að koma í kaffí til sín en hún bjó í húsi
rétt hjá hótelinu. Uti á Kvennaskóla beið mín annað kaffíborð því að
Kristín Jónsdóttir vefnaðarkennari, sem síðar varð húsfreyja á Hæli, haföi
komið daginn áður og Hulda A. Stefánsdóttir skólastýra haföi spurt hana
hvort hún vildi ekki baka jólaköku svo að eitthvað væri til með kaffinu
þegar unga kennslukonan kæmi. Svo var Solveig Sövik líka komin til
starfa og var ætíð fljót til að töfra fram veisluborð.
Eg man að mér fannst dálítið strembið að standa fyrir framan hópinn
þegar ég byrjaði að kenna þótt ég heföi ágæta verkkunnáttu og þekk-
ingu á því sem ég ætlaði að kenna en einhvern veginn lánaðist það.
Það var heföbundin námskrá eins og var á húsmæðraskólunum. Nem-
endur voru um 40 þessi fyrstu ár. Náminu var skipt til helminga. Þær
voru helming tímans í hússtjórnargreinunum, læra matreiðslu, þvott og
hirðingu á húsnæði, húsmunum og fatnaði, bera á borð og þjóna til
borðs og annað sem því tengdist svo sem í sambandi við matargerðina
að læra næringarfræði og vöruþekkingu.
Hinn helming skólatímans voru stúlkurnar í handavinnu sem skiptist
í tvennt. Annars vegar voru þær fyrst í saumum, einn fjórða skólatímans
og svo hinn fjórðunginn í vefnaði.
A þessum tíma var líka tóvinnudeild við skólann en það var sérstakt