Húnavaka - 01.05.2007, Page 77
ÞOR MAGNUSSON:
Altaristaflan gamla
í Auðkúlukirkju
I Húnvetningi 1999 birtist grein eftir Jóhönnu Björnsdóttur um Auð-
kúlukirkju í Svínadal, þar sem hún gerir nokkra grein fyrir þessari sér-
kennilegu átthyrndu kirkju, sem á sér ekki annan líka hér á landi nema
Silfrastaðakirkju. Þær eru samt nokkuð ólíkar, helzt þannig að turninn á
Auðkúlukirkju er upp af miðjum mæni en á Silfrastaðakirkju er hann
upp af dyrum fremst.
Sú var tíð að helmingur allra átthyrndra kirkna í Danaveldi var á Is-
landi. Þær voru í reynd aðeins fjórar, auk hinna íslenzku var ein í Hal-
dórsvík í Færeyjum og ein á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Atthyrnd
hús hafa víst alla tíð verið fátíð hérlendis. Söluturninn í Reykjavfk, sem
gefíð hefur öðrum gotterísbúðum samnefni, var smíðaður átthyrndur
árið 1908 og síðan komu einhver garðhús í kjölfarið.
Sú saga hefur gengið, og er hennar getið í fyrrnefndri grein, að ástæða
þessa einkennilega lags á Auðkúlukirkju sé sú, að séra Stefán M. Jónsson
á Auðkúlu, sem lét reisa kirkjuna, hafí séð mynd í dönsku blaði af átt-
hyrndu húsi, orðið hugfanginn af því og einsett sér að með því sniði
skyldi hann láta byggja Auðkúlukirkju sem þá stóð fyrir dyrum. Séra Stef-
án var áskrifandi að Familie Journal og minnist ég þess að faðir minn
sagði mér, að þá er hann var drengur þar á Auðkúlu hjá séra Stefáni og
Þór Magnússon var fæddur á Hvammstanga
18. nóvember 1937. Foreldrar hans voru,
Magnús Richardson, umdæmisstjóri á Borð-
eyri og SigríðurJ. Þórðardóttir, símastúlka þar
en frá Hvammstanga. Þór varð stúdent 1958
og nam síðan fornleifafræði og þjóðháttafræði
við Uppsalaháskóla 1959-1964. Hann lauk
fil.kand. prófi þaðan árið 1963. Þór var safn-
vörður við Þjóðminjasafn Islands 1964-1968 og
þjóðminjavörður 1968-2000. Kona hans er
María V. Heiðdal, fædd 13. júlí 1969 í Reykja-
vík.