Húnavaka - 01.05.2007, Síða 78
76
H TJ N AVA K A
Þóru konu hans, hafi verið þar uppi á lofti í húsinu gamlir árgangar af
Familie Journal sem hann blaðaði oft í og skoðaði sér til gamans. Eg hef
látið leita að þessari mynd í blaðinu en það ekki borið árangur.
Auðkúlukirkja vekur athygli fyrir sérkenni sitt í byggingarlagi og þykir
okkur nú þessi bygging nokkuð kostuleg og næsta skemmtileg. Hefur
kapp verið lagt á að varðveita hana en framan af hefur ekki öllum þótt
þessi nýbreytni séra Stefáns vera til fyrirmyndar. Má nefna tvær umsagn-
ir sem sýna viðhorf manna til kirkjunnar er hún var nýrisin.
I blaðinu Þjóðólfi, 8. október 1894, er birt bréf úr Húnavatnssýslu,
skrifað 22. september þá um haustið, og segir þar:
„Dngnaður og framtakssemi sýslunga í kirkjubyggingum er framúrskarandi.
Verið er áð byggja kirkju á Blönduósi og nýbúin Auðkúlukirkja, vigð 9. þ. m.
méð áheyrendaflokk, sem taldi 400 sálir (og líkar kirkjubyggingar kvað vera < að
sjá > í Skagafirði), já, og þessi musteri eru byggð í ýmsum stílum, sem öllum
heimsins byggingarmeisturum hefur enn eigi hugkvœmzt. “
Hér gætir bæði stolts og þó furðu á nýbreytninni. Er helzt að sjá að
höfundi hréfsins hafi gedzt vel að þessari óvenjulegu kirkju og talið smið-
inn, eða þann sem byggingunni réð, vera hugkvæmari „öllum heimsins
byggingarmeisturum".
En ekki tóku allir þessari nýbreytni jafn vel. Friðrik Guðmundsson frá
Víðirhóli á Hólsfjöllum en bjó síðar í Mozart í Kanada, ritaði endurminn-
ingar sínar á gamals aldri. Hann kveðst hafa komið að Auðkúlu á leið
sinni á Þingvallafund 1895 og segir um kirkjuna:
„Kirkjan á Auðkúlu var sjáanlega nýbyggð, en gat þó verið eins eða tveggja
ára gömul. Hún var áttstrend að lögun, líkt og kornhlöður éða skemmur eru sums
staðar hér út um landið. Mér þótti þetta óviðkunnanlegt, og skildi heldur eklii,
hvaða þeegindum þetta gat valdið. Prestinn, séra Stefán á Auðkúlu, sá ég suður í
Reykjavík. Það varfríður maður, hafði mikið skegg, en rakaði sig öfugt við alla
aðra þresta, skóf vandlega af liökunni, en skildi vangana eftir. Andlitið var því
allt á þverveginn, og skildi ég þá, hvers vegna kirkjan á Auðkúlu var eins víð og
hún var löng, en fegurðartilfmning þrests mundi vera jöfn á alla kanta, enda
létu allir vel af honum, en kirkjan hefir samt alltaf hneykslað tilfinningar mínar. “1
En gamla altaristaflan í Auðkúlukirkju vekur sérstaka forvitni, sú sem
Jóhanna minnist lauslega á í grein sinni og segir um hana: „gömul altar-
istafla, íslensk, máluð á tré, og talin vera frá því fyrir siðaskiþti. “ Vafalítið er
þessi getgáta komin frá umsögn setts prófasts í vísitasíu 17. febrúar árið
2000, þar sem segir að taflan sé ævagömul, úr kaþólsku, og jafnframt er
talið happ, að hún skuli ekki hafa verið send á Forngripasafnið, eftir að
önnur tafla kom í stað hennar yfir altarið.2 Ekki er mér ljóst hvaðan pró-
fastur hefur þessa hugmynd um aldur töflunnar en það er alkunna að
rnenn hafa dlhneigingu að telja gamla og sérkennilega hluti oft miklum
mun eldri en þeir eru í raun og veru. Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður, sem kont að Auðkúlu árið 1910 og skráði kirkjugripi þar, taldi
töfluna vera frá 17. öld.3