Húnavaka - 01.05.2007, Page 80
78
H U N A V A K A
Þessi tafla er merkisgripur og full ástæða til að menn líti á hana vegna
eigin gildis síns, rétt eins og kirkjuna sjálfa, sem sérkennilegan listgrip
en leggi ekki á hana listfræðilegt mat eins og menn gerðu oft á fyrri tíð.
Altaristaflan vakti forvitni mína er ég sá hana fyrst. Þóttist ég strax sjá
að hún væri íslenzkt verk en ekki gat hún verið eftir neinn hinna nafn-
kunnu íslenzku málara fyrri tíðar sem máluðu altaristöflur sem margar
eru enn til. Hér sést ekki handbragð Hallgríms Jónssonar á Kjarna, því
síður Jóns sonar hans sem var lærður málari og ekki er hún eftir Amunda
Jónsson smið og málara sem nokkrar töfltir eru þekktar eftir. Hún er líka
greinilega eldri en svo að geta verið eftir Halldór prófast son hans sem
sat um hríð á Hjaltabakka en lengst á Melstað og er sagður „málari ágæt-
ur“, en enginn hlutur er þekktur eftir hann nú. Smíði og málning er
ólíkt því sem sést á altaristöflum og öðrum verkum þessara fyrstnefndu
manna og litaval allt annað. Ekki þarf heldur að nefna Hjalta Þorsteins-
son í Vatnsfirði né aðra eldri nafnkennda málara.
Þegar Þorsteinn Pétursson prófastur á Staðarbakka vísiteraði Auðkúlu-
kirkju 5. október 1757 er eftirfarandi skráð í vísitasíubókina:
„Eina altaristöflu íslenska útskorna, líkt bíldhöggvaraverki, meb inanna- og
englamyndum og römmum allt um kring og íslenzkum grófuni farfa, hefur vel-
nefndur presturinn sr. fón nýlega tillagt kirkjunni ogsett vib bakþil hennaryfir
altari innar til, sem ekki skikkar sér illa, sérdeilis þegar hún hefurfengid gó'öan ol-
íufarfa, sem þresturinn fyrst allareibu bestilt hefur til hennar. “ 4
Hér fer vart milli mála, að presturinn hefur sjálfur skorið og málað
töfluna, sérajón Björnsson á Auðkúlu. Þegar prófastur vísiterar er taflan
ekki fullbúin, aðeins máluð „grófum íslenzkum farfa“, en presturinn hef-
ur pantað „góban olíufarfa “ frá útlöndum, ekki var slíkt að hafa hjá kaup-
mönnum lieldur vaxð að panta sérstaklega. Sá farfi hefur bráðlega komið
því að hún er máluð í mörgum litum, án efa hinum upphaflegu litum,
\irðist ekki hafa verið átt neitt við þá síðan sem má heldur alls ekki. Það
er eitthvað barnalega þokkafullt við þetta verk prestsins.Líklegast má
kalla hann með fyrstu „naixnstum“ sem stundum er kallað, hér á landi.
Ekki er þó vitað um fleiri gripi eftir hann. Engir hlutir eru mér vitanlega
þekktir á söfnum eða annars staðar, sem eignaðir verði séra Jóni og eng-
an listgrip hefur fyrir mín augu borið með svipuðu handbragði og er á
þessari töflu.
En á sama hátt og þeir sem lýstu Auðkúlukirkju nýbyggðri, bréfritarinn
úr Húnavatnssýslu og Friðrik Guðmundsson ævisöguhöfundur, hefur
prófasturinn, séra Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka, sem vísitasíuna
samdi, ekki verið sérlega hrifinn af töflunni, hrósar henni mátulega.
Sérajón Björnsson á Auðkúlu var fæddur um 1718, sonur séra Björns
Skúlasonar prests í Hofstaðaþingum í Skagafirði og Halldóru Stefáns-
dóttur konu hans. Hann varð stúdent frá Hólaskóla 1740, var síðan 5 ár
í þjónustu Bjarna sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum en missti þá
rétt til prestsskapar vegna barneignarbrots. Hann fékk þó uppreisn 1744