Húnavaka - 01.05.2007, Síða 81
IIUNAVAKA
79
og vígðist 1745 aðstoð-
arprestur séra Orms
Bjarnasonar á Melstað,
fékk veitingu fyrir Þing-
eyraklaustursprestakalli
en hún var þó afturköll-
uð vegna ákvæðis í upp-
reisnarbréfmu. Hann
fékk Auðkúlu 1762 og
hélt til æviloka, 16. júní
1767. Sérajón var tal-
inn „merkismaöur, vel
metinn og búliöldur mik-
ill“ en var síðustu árin
veikur af líkþrá. Hans
sést ekki sérstaklega
getið sem listamanns
eða hagleiksmanns í Is-
lenzkum æviskrám þar
sem æviatriði hans eru
birt. - Meðal barna
þeirra Halldóru Arna-
dóttur konu lians var
Halldóra, er átti séra
Auðun Jónsson prest að
Blöndudalshólum, ætt-
föður Blöndalsættar.5
Altaristaflan sem hér um ræðir er næsta sérstæð meðal íslenzkra lista-
verka og á sér reyndar engan líka. Hún er útskorin og máluð, ferhyrnd
og nær jöfn á hæð og breidd, hæð 84 sm og breidd 80 sm. Sjálf „myndin“
í miðjunni er þó lítil, aðeins 25 x 25 sm, en umgerðin er afar breið svo að
breidd hennar hvorum megin er nánast sama og stærð myndarinnar. -
Þar er Kristur sýndur á krossinum og María og Jóhannes hvort til sinnar
handar eins og alsiða var að sýna. Segja má að Kristur birtist hér í sam-
blandi af gotneskum og rómönskum stíl en vart hefur listamaðurinn þó
hugsað til su'lgerða, litla þekkingu haft á því sviði, enda hlandast oft alls
konar stíltegundir marg\4slega saman í alþýðulist.
Kristur er nakinn á krossinum, málaður hvítum lit en hefur rautt
lendaklæði. Hann er sýndur enn lifandi og horfir fram, hangir á hand-
leggjum en fætur krosslagðir og gengur einn nagli í gegn. Krossinn er
efnismikill og yfir höfði Krists er áletrun INKG, ,Jesús frá Nasaret Kon-
ungur Gyðinga“. María, sem er Jesú til hægri handar, er í síðri, rauðrönd-
óttri kápu en undir sést í samfellu, að því er helzt virðist, með bárulaga
borða neðst sem ef til vill á að sýna skatteringu. A brjósti sést í hvíta
skyrtu, á henni eru rauðmáluð víxllaga strik sem gætu átt að tákna upp-
Auökúlukirkja árid 2005. Ljósm.: Þór Magnússon.