Húnavaka - 01.05.2007, Page 98
96
HÚNAVAKA
ekki að vaxa eðlilega og sýkist af lélegu fæðuvali. Margt fróðlegt kemur
frarn í skýrslu þeirra meðal annars hæð vatnsborðs um rnargra ára tíma-
bil.
Til að kanna veiði í Svínavatni hef ég síðastliðin ár flokkað silunginn
og vigtað. Niðurstaðan er eins og sjá má í eftirfarandi töflum.
Árið 2002, frá 5. ágúst til f9. september og 7. október til i9. október,
56 dagar.
TEGUND FJOLDI ÞYNGD MEÐALÞYNGD
Urriðar 445 158 kg 0,35 kg
Bleikja 81 34,5 kg 0,43 kg
Murta 56 9 kg 0,17 kg
Árið 2003, frá 28. maí til 6. október alls um 100 dagar.
TEGUND FJÖLDI ÞYNGD MEÐALÞYNGD
Urriðar 380 152,5 kg 0,38 kg
Bleikja 152 52,5 kg 0,35 kg
Murta 200 14 kg 0,17 kg
Meðan veiðin stóð yfír voru netin í vatninu allan sólarhringinn en
færð til annað slagið. Oftast voru þetta þrjú til fjögur net með 33 og 36
mm möskvastærð. Ekki er að marka magn murtunnar í veiðinni því sá
riðill sem notaður var er of stór fyrir hana, þarf að vera 26 til 30 mm og
netin að liggja upp undir landi þar sem murtan hrygnir á tímabilinu 10.
september til 5. október.
Eins og sjá nrá á veiðinni er urriði aðalfiskistofninn í Svínavatni og
virðist vera stækkandi þótt stærð fiskanna vaxi ekki að sama skapi. Fjórir
urriðar, um fimm pund hver, veiddust á þessum tveimur sumrum. Ef til
vill er hér um sérstakan stofn að ræða sem kominn er úr sjó. Nokkuð er
um að ormar eða kýli sé í holdi urriða en þeir fiskar sem sýkjast verða
horaðir og veslast upp.
Fyrstu 30 veiðidagana 2003 veiddust að mestu bara urriðar, aðeins ein
bleikja og ein murta, er þetta mjög óvenjulegt. Tveir urriðar allstórir
veiddust, annar var fimm pund en hinn lítið annað en haus og dálkur.
Hann var aðeins 1,5 pund að þyngd en 75 sm að lengd. Um 10. septem-
ber fóru murta og bleikja að veiðast. Murtan er þá að koma að landi til
hrygningar. Þau net sem ég notaði voru of möskvastór fýrir hana eins og
að framan greinir svo að hún ánetjaðist ekki nema einstaka fiskur á kjaft-
inum og þá aðallega svilsilungur. Þær murtur sem slysuðust í netin segja
lítið um hvað hægt væri að veiða með möskvastærðinni 26 til 30 mm.
Samt virðist svo að lítið sé af murtu miðað við það sem áður var en þá
sást hún stundum á hrygningartímanum í torfum upp við landið.