Húnavaka - 01.05.2007, Page 118
BIRGITTAH. HALLDORSDOTTIR, Sydri-Löngumýri:
Fjármál í Svínavatnshreppi
hinum forna
Það bar við seint um kvöld á síðasta degi októbermánaðar að síminn
hringdi. Við hjónin vorum farin að búast til þess að hátta og börnin sofn-
uð. Var það þá okkar ágæti Jón fjallskilastjóri sem vildi tala \’ið Inga, fé-
laga sinn, í fjallskilanefnd. Þótti mér það nú ekkert skrýtið þar sem
fjallskilanefnd Auðkúluheiðar er bæði eftirsótt og einnig mjög ábyrgð-
armikið starf að vera í henni. Þeir félagar, ásamt Gísla varaformanni,
voru búnir að funda rnikið og oft síðan þessi nefnd var skipuð.
Ekki voru það þó fjallskilamál sem Jóni okkar lá á hjarta að þessu sinni
heldur undarlegt fjármál sem hafði kornið upp þá um kvöldið. Einn
ágætur sveitungi okkar hafði þá hringt í hann og tilkynnt um líkfund í
gámi staðsettum við Dalsmynni. Var það lítill lambhrútur, vandlega of-
ansettur í strigapoka með afskorin eyru. Var þetta að sjálfsögðu hið und-
arlegasta mál og sáu þeir félagar sig knúna til þess að rannsaka þennan
óskemmtilega fund.
- Eg kem með þér, heyrði ég að Ingi sagði í símann, það vill svo vel til
að ég á nýtt vasaljós úr Byko.
Heyrði ég á öllu tali hans að um hið alvarlegasta mál var að ræða og
líklega væri nú komin á stofn ný nefnd, rannsóknarnefnd brotadeildar
fjallskilanefndar Auðkúluheiðar. Fannst mér nú best að láta lítið á mér
bera og fá svo söguna seinna um kvöldið eða með morgunkaffinu.
Minn brunaði sent leið lá að Dalsmynni þar sem félagi hans var mætt-
ur. Þeir voru hálf undarlegir útlits í skjóli myrkurs og kulda þegar þeir
mjög varlega nálguðust gáminn. Ingi glotti.
- Ertu með hanska og grímu?
Hinn glotti líka.
- Nei, fjandans maður, ég gleymdi hönskunum.
Þeir litu kringum sig en það var ekkert að sjá. Engar mannaferðir og
það eina sem bar vott um líf voru ljósin á bæjunum í kring.
- Heldurðu að þetta sé sauðaþjófnaður? muldraði fjallskilastjórinn.
- Nei, varla, þá hefði kjötið verið hirt, umlaði ritarinn og sá eftir að
hafa ekki tekið með sér neftóbak. Aldrei að vita nema farið væri að slá í
hrútgarminn.
- Það var sosum auðvitað að þetta þyrfti að koma uppá.
-Já, það vantaði nú bara.