Húnavaka - 01.05.2007, Page 125
HUNAVAKA
123
ur í Þverárdal, hafi farið með dóttur sína, Stefaníu, „svo unga í farteski
sínu til Vesturheims“. Ekki eru þó færð að því haldbær rök en komið með
getgátur. Nú vill svo til að ég hef undir höndum skjalfest að Stefanía
Baldvinsdóttir (og Sigríðar Jónsdóttur) var fædd í Þverárdal 8.3. 1893,
skráð dóttir Baldvins Halldórssonar sem fór með hana 18 mánaða gamla
til Ameríku árið 1894 og kom henni Jjar í fóstur hjá foreldrum sínum
sem voru hjónin Halldór Jónsson frá Alfgeirsvöllum í Skagafirði og Ingi-
björg Jónatansdóttir frá Minna-Arskógi við Eyjaíjörð; fluttu þau til Vestur-
heims árið 1876, námu land og bjuggu lengi á Halldórsstöðum við
Islendingafljót. Halldór dó 28. apríl 1912 en Ingibjörg kona hans 15. maí
1922.
Áleitnar spurningar
Eftir komu sína vestur um haf leyfði Baldvin Stefaníu ekki að kalla sig
pabba. - Hvers vegna ?
Stefaníu er ekki getið í minningarorðum um Baldvin Halldórsson. -
Hvers vegn a ?
Sigríður Jónsdóttir, rúmlega tvítug vinnukona í Þverárdal 1893-4, fæð-
ir þarna tvö börn á tveimur árum sem bæði eru frá henni tekin beint úr
móðurkviði. Hún á engra kosta völ. - Hvers vegna?
Brynjólfur hreppstjóri í Þverárdal og Steinunn kona hans voru barn-
laus,- Hvers vegna létu pau bera út börn af heimili sínu ?
Stefanía, þá orðin fulltíða kona, reyndi bréflega vestan um haf að hafa
upp á móður sinni og spyrja hana hreint út: „Hver er minn rétti faðir?“
Svar Sigríðar var stutt og snöggt: „Láttu þér nægja þann föður sem þér
var gefinn.“ - Þá var langt um liðið og henni auðheyrilega ekki ljúft að
rifja upp þessa sögu. - Hvers vegna?
Hver borgadi faríd Jýrir Baldvin og Stefaníu, vestur um haf og kom þeim til skips ?
Stefanía giftist ung föðurbróður sínum, Halldóri Halldórssyni, sem var
miklu eldri en hún. Atti með honum 10 börn sem upp komust þar, varð
ekkja meðan börnin voru enn á ungum aldri, bjó við þröngan kost en
manndómur og sjálfsbjargarviðleitni fjölskyldunnar skilaði öllu yfir erfið-
leika frumbýlingsáranna til betri afkomu. Annar og þriðji ættliður nú-
tímans bera merki Islendingsins af reisn og halda við íslenskum hefðum.
Mörg þeirra tala íslensku lýtalaust.
Stefanía Baldvinsdóttir orti mikið bæði á íslensku og ensku. Læt fylgja
nokkur sýnishorn:
Um Margréti dóttur sína orti hún:
Sinnið gárar sorgin þung,
síga tárin harma,
Ijósa báru liljan ung
léði mér kláran varma.