Húnavaka - 01.05.2007, Page 163
H Ú N A V A K A
161
í starf sem hann hafði oft dreymt um. Honum hafði alla tíð fallið vel að
sinna æskunni og verið virkur í slíku starfí, bæði í íþróttum og skátastarfí.
Hjálmur var afreksmaður í íþróttum og fjölhæfur. Frjálsar og hand-
bolti urðu fyrst en síðan tók glíma áhuga hans og varð hann glímukóng-
ur Islands árið 1974. Hann lét einnig til sín taka félagsmál innan
íþróttahreyfingarinnar og var meðal annars í stjórn Glímusambands ís-
lands 1981-98 og glímuþjálfari Ungmennafélagsins Víkverja í 15 ár. Þá
var hann til fjölda ára handknattleiksdómari.
Hjálmur var einstaklega ljúfur maður og góðgjarn. Hann var fastur
fyrir og staðfastur, léttstríðinn og gletdnn en um leið hrekklaus maður,
sem vildi engum illt. Að baki glettnum húmor hans og brosi bjó viðkvæm
sál, sem var dul og ekki ætíð tilbúin að ræða sín eigin mál.
Hann var náttúrubarn sem var ólatur í þ\ í að leita á vit ævintýra. Hann
las alh sem hann náði í á sínum yngri árum. Þessa nutu líka börnin hans
sem hann las fyrir góð ævintýri með fallegum hljómi og eitthvað sem
gæd verið þeim gott veganesd út í lífið. Seinna átti ættfræðin hug hans
allan og það var með það eins og annað sem hann fékk áhuga á, hann
gaf sig allan í verkefnið og veitti af þekkingu sinni af þeirri óeigingirni
sem einkenndi hann alla tíð.
Hjálmur lést á heimili sínu á Skagaströnd og var útför hans gerð frá
Bústaðakirkju 10. mars.
Sr. Pálmi Matthíasson.
Indriði Hjaltason,
Skagaströnd
Fæddur 13. ágúsl 1930 -Dáinn 2. apríl 2006
Indriði fæddist á Siglufírði. Foreldrar Indriða voru Hjalti Gunnarsson
Eðvaldsson vörubílstjóri og bóndi frá Akureyri (f. 1901, d. 1985) og
Hólmfríður Rögnvaldsdótdr, húsfreyja frá Tungu í Stíflu í Skagafirði (f.
1904, d. 2000). Indriði átd þrjár systur og einn hálfbróður. Systur Ind-
riða eru Guðrún, f. 1935, Ragna, f. 1937 og Guðlaug, f. 1941. Bróðir Ind-
riða samfeðra er Jón Þorsteinsson Hjaltason, f. 1929.
Indriði ólst upp á Siglufirði dl 12 ára aldurs en þá fluttu foreldrar hans
ájörðina Máná á Ulfsdölum og seinna fluttu þau sig á jörðina Bræðraá í
Sléttuhlíð. Faðir Indriða var góður smiður og verklaginn og byggði jörð-
ina Bræðraá upp af miklum myndarskap. Þrátt fýrir ungan aldur aðstoð-
aði Indriði föður sinn við uppbygginguna af þeim dugnaði sem
einkenndi hann alla tíð. Indriði lærði til verka í sveidnni og gekk hinn
hefðbundna menntaveg síns tíma en tækifæri til menntunar voru ekki á
hverju strái fyrir ungan sveitapilt fyrir miðja síðustu öld. Sjálfsnám var
hans hlutskipti upp frá þ\ f en hann var bókhneigður og undi sér gjarnan
við lestur góðra bóka.