Húnavaka - 01.05.2007, Blaðsíða 166
164
HUNAVAKA
Sólveig haíði áhuga á bókum og hún las mikið. Hún naut þess að vera
úti í náttúrunni og að ganga á fjöll og átthagarnir voru henni kærir. Hún
var ákveðin og fylgin sér og góður stjórnandi. Hún var jákvæð, glaðlynd
og félagslynd og hún beitti sér í málefnum geðfatlaðra og hafði einlægan
áhuga á að búið yrði sem best að þeim á allan hátt.
Utför Sólveigar Guðrúnar Halldórsdóttur fór frarn frá Fossvogskirkju
þann 11. maí.
Séra ÆgirFr. Sigurgeirsson.
María Ólafsdóttir,
Vindhæli
Fædd 27. nóvember 1931 —Dáin 13. maí 2006
María fæddist að Stekkadal á Rauðasandi. Foreldrar hennar voru, Anna
Guðrún Torfadóttir, fædd og uppalin í Kollsvík og Olafur Einarsson,
fæddur og uppalinn í Stekkadal. Þau hjón, Anna Guðrún og Olafur,
eignuðust sjö börn í þessari röð. Elstur er Torfi, síðan Guðbjörg, hún er
látin, Elín, Halldóra Guðrún, hún er látin, Kristín, hún er látin. Þá Mar-
ía og yngst er Valgerður.
María ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Olafur faðir henn-
ar lést þegar María var á sjötta ári. Anna, húsmóðirin, hélt fjölskyldunni
saman og náði að koma börnunum til manns. Hjá móður sinni átti Mar-
ía sín uppvaxtarár. Síðustu árin á Rauðasandi bjó María með móður sinni
og systrnm á kirkjujörðinni Sanrbæ á Ranðasandi.
Vorið 1950 réði María sig sent kaupakona að Vindhæli. Þar lágu saman
leiðir hennar og Guðmanns Einars Magnús-
sonar sem þar bjó ásamt foreldrum sínum og
bræðrum.
Veturinn 1950-51 lagði María stund á nám í
Húsmæðraskólanum á Laugarvatni. Vorið
1951 flutti hún alfarið að Vindhæli og bjó Jrar
síðan í fimmtíu ár eða hér um bil.
María og Guðmann eignuðust sex börn:
Elst er Guðrún Karolína, síðan Anna Ki istín,
Einar Páll, Olafur Bergmann, Magnús Berg-
mann og yngst er Halldóra Sigrún. Heimilinu
á Vindhæli gaf María tíma sinn og krafta. Arið
1992 veiktist Guðmann, maður Maríu og fór
þá á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi. Þar
andaðist hann árið 2000.
María flutti til Reykjavíkur árið 1998 en hugur hennar var þó alltaf
lieima á Vindhæli, þangað átti hún sterkar taugar og í sína fæðingarsveit,
Rauðasand. Minningar frá bernskuslóðunum og æskuheimilinu á Rauða-