Húnavaka - 01.05.2007, Síða 168
166
HUNAVAKA
samur og vann öll sín verk af alúð og trúmennsku. Hann var þeirrar
gerðar að vilja standa við allt sem hann lofaði. Hann var greiðvikinn,
traustur og hjálpsamur.
Pétur og Halldóra Elísabet reistu sér sumarhús og við byggingu þess
naut lagni og hagleikur hans sér vel. Sumarhúsið er afar vel byggt og allt
handverk, úti sem inni, er með þeim hætti að vart verður betur gert.
Pétur hafði gaman af tónlist og söng með Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps á meðan hann bjó fyrir norðan. Hann tók einnig á þeim árum
virkan þátt í félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd. Pétur var góður dans-
ari og leiðbeindi um tíma börnum í dansmennt. Hann hafði gaman af
ferðalögum, bæði um landið okkar og erlendis. Hann var sérlega barn-
góður og börn löðuðust að honum. Þau kunnu vel að meta ljúfmennsku
hans, gleði, brosmildi og hressleika. Síðustu mánuðina sem hann lifði
átti hann við erfið veikindi að stríða.
Utför Péturs Hafsteins Guðlaugssonar fór fram frá Kópavogskirkju
þann 29. maí.
Séra ÆgirFr. Sigurgeirsson.
Sveinbjörgjóhannesdóttir,
Blönduósi
Fædd 26. desember 1919 — Dáin 6. júní 2006.
Sveinbjörg var fædd að Gauksstöðum í Garði. Foreldrar hennar voru
hjónin: Jóhannes Jónsson útgerðarbóndi og Helga Þorsteinsdóttir hús-
freyja. Hún var fnnmta í röð 14 systkina en 12 komust til fullorðinsára.
Þorsteinn, Kristín, Jón, Astríður, Jóhannes, Einar og Matthildur eru látin
en eftirlifandi systkini hennar eru þau Gísli, Kristín, Þórður og Sigurlaug.
Sem barn stríddi hún við erfið veikindi og var á tímabili vart hugað
líf. Um sjálfa sig sagðist hún hafa verið „dauðans vesalingur“, lítil og hor-
uð eftir aldri. En snemma kom seigla og kraftur Sveinbjargar í ljós og
hún fór að taka til hendinni enda nauðsynlegt á svo stóru heimili. Hún
var byrjuð að mjólka kýrnar 10 ára, gætd barnahópsins sem sífellt fór
stækkandi, vann við fiskverkunina ásamt systkinum sínum og sinnti lteim-
ilisstörfunum sem oft virtust engan endi taka. Sveinbjörg hafði mest gam-
an af því að gæta yngri systkina sinna og skiptu þær Asta systir hennar
oft með sér verkum á þann hátt að Sveinbjörg ltugsaði um barnaskarann
meðan Asta sinnd heimilisstörfunum.
Sveinbjörg hafði afar gaman af þeirri stuttu skólagöngu sem hún naut
og var efnilegur nemandi. Hún fór á nítjánda ári í Kvennaskólann á
Blönduósi og reyndist það örlagarík ákvörðun því að þar kynntist hún
mannsefninu sínu, Þórði Pálssyni frá Sauðanesi.
Arið 1944, 27 maí, giftust þau Þórður og stofnuðu heimili á Blönduósi.