Húnavaka - 01.05.2007, Page 169
IIUNAVAKA
167
Síðan lá leið þeirra suður í Garð þar sem Þórður fór á vertíð hjá tengda-
íjölskyldunni en hugurinn leitaði norður. Þau hófu búskap í Sauðanesi
og var liafist handa við byggingu íbúðarhúss sem fjölskyldan flutti inn í
fjTÍr jólin árið 1947. Fyrstu árin voru erfið. Bústofninn var lítill til að byrja
með og mæðiveikin geisaði og þurfti að skera féð niður. Sveinbjörg vann
hörðum höndum og sinnti bæði búi og börnum þegar Þórður stundaði
vinnu á Blönduósi.
Þau hjón eignuðust fimm börn á 5 árum. Þau eru: Jóhannes, kvæntur
Herdísi Einarsdóttur, Sturla en kona hans er Unnur Krisyánsdóttir, Sess-
elja, maður hennar er Ivar Þorsteinsson, Páll, kvæntur Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur og Helga en maki hennar er Margeir Björnsson.
Eins og gefur að skilja þá tók heimilishaldið og barnauppeldið drjúg-
an tíma og mikla orku. Ollu því starfi sinnti Sveinbjörg af alúð og trú-
mennsku og var dugleg í öllu þ\í sem hún tók
sér fyrir hendur. Þarfir barnanna gengu fyrir
öllu og henni var umhugað um að þau nytu
hins besta og lagði mikla áherslu á að þau
fengju að læra það sem þau vildu.
A hveiju sumri, að aflögðum heyskap, voru
haldin töðugjöld í Sauðanesi. Þá var farið í
berjamó, síðan í útileiki og að lokum sest að
veisluborði. Sveinbjörg hélt einnig ætíð upp á
brúðkaupsdag þeirra hjóna með því að baka
rjómapönnukökur til hátíðabrigða.
Sveinbjörg var mikil búkona. Uppá-
haldskindin hennar var hún Móra. Það var
kind sem þau Þórður fengu í fjárskiptunum
eftir að mæðiveikin hafði geisað og kannski var hún henni kær því hún
var tákn um þær miklu hindranir sem þau hjónin þurftu að yfirstíga í
sínum búskap og þeim tókst að yfirvinna með elju og kappsemi. Sjálf
sagði Sveinbjörg að ef hún „fengi að byrja upp á nýtt þá færi hún aftur í
búskap“.
Árið 1971 brugðu þau hjónin búi og fluttu til Hríseyjar þar sem Þórð-
ur kenndi við barna- og unglingaskólann um þriggja ára skeið. Síðan
fluttu þau til Blönduóss á Melabrautina. Þar sinnti Sveinbjörg áfram
heimilinu en vann einnig utan heimilis að hluta.
Sveinbjörg var rnikil ræktunarkona. Hún ræktaði kartöflur og annað
grænmed í garðinum sínum, auk fjölda fallegra blóma og trjáa. Hún lét
byggja lítið gróðurhús í bakgarðinum á Melabrautinni þar sem blómstr-
uðu meðal annars rósir og fingurbjargarblóm.
Sveinbjörg var afar heimakær og fjölskyldan var hennar líf og yndi.
Hún hafði alla tíð gaman af börnum. Hún var umhyggjusöm, hlýleg og
iðin, svo iðin að síðustu árin fannst henni verst hvað hún gat gert lítið.
Hún var lídð fyrir punt og prjál en var nýtin og fór vel með. Hún hafði
gaman af leiksýningum, sérstaklega gamanleikritum og hló svo dillandi