Húnavaka - 01.05.2007, Page 218
216
H U N A V A K A
(Lena) Gísladóttir, Valgerður
Soffla (Vala) Gísladóttir og undir-
ritaður.
Viðskiptavinir eru úr öllum
skattumdæmum landsins nema
Norðurlandi eystra og Austljörð-
um. Skrifstofan skilaði á árinu 395
skattframtölum, sem er um 19%
aukning frá árinu 2005. A þessu
ári er enn útlit fyrir aukningu.
I nóvember tók skrifstofan að
sér þjónustu fyrir Sjóvá, Vala sinn-
ir þeim störfum.
Bókhaldsstofan er á Húnabraut
13 Blönduósi og opin alla virka
daga.
Gísli Jóhannes Grímsson.
EKKI At.T.T Á SÖMU BÓKINA LÆRT 1
GRUNNSKÓLANUM Á BLÖNDUÓSI.
Allir eiga rétt á að fá að njóta sín í
námi og þess vegna leggur Grunn-
skólinn á Blönduósi áherslu á fjöl-
þætta menntun þar sem leitast er
við að efla sterkar liliðar hvers og
eins. Einnig er lögð áhersla á góða
samskiptafærni, að nemendnr sýni
tillitssemi, beri virðingu fyrir skoð-
unum annarra og tileinki sér um-
burðarlyndi gagnvart ólíkum
einstaklingum.
Til að ná þessum markmiðum
hefur starfsfólk skólans tekið þátt í
þróunarvinnu undanfarin ár sem
miðar að því að auka fjölbreytni í
kennsluháttum og unnið er sam-
kvæmt Olweusaráætlnn sem liefur
það að markmiði að bæta líðan
nemenda. Skólinn hefur aukið
samvinnu milli bekkjardeilda þar
sem nemendur vinna saman í litl-
um aldursblönduðum hópum.
Mikið er unnið með þessa aldurs-
blöndun á yngsta- og miðstigi í svo-
Útikennsla.
kallaðri hringekju og smiðjum. í
hringekju er unnið með námsefni
úr ýmsum fögum, s.s. íslensku,
stærðfræði, samfélagsfræði og nátt-
úrufræði. Þar vinna nemendur
saman í litlum hópum og skipta
ört um viðfangsefni. I smiðjum er
unnið í 8-10 manna hópum út um
allan skóla og skólalóð. Lögð er
áhersla á fjölbreytni, frumkvæði,
sköpun, sjálfstæði og hreyfingu.
Inn í smiðjurnar fléttast hinar
hefðbundnu verk- og listgreinar,
s.s. myndlist, tónlist, textílmennt
og heimilisfræði auk rnargra ann-
arra greina eins og leiklistar, dans,
tafls o.H.
Leitast er við að hafa valfög í 9.
og 10. bekk þannig að nemendur
geti valið bæði bókleg og verkleg
fög. Meðal þess sem er í boði er
vélfræði sem kennd er í samstarfi
við fyrirtæki á staðnum.
Skólamenning.
Okkar skólamenning byggir á
hefðum sem margar eru löngu
orðnar samofnar því samfélagi
sem skólinn er í. Þær helstu eru
árshátíðin, sumarskemmtunin og