Húnavaka - 01.05.2007, Page 228
226
H U N A V A K A
Hún. voru 175 á skólaárinu 2006-
2007 og skiptust þannig að á
Húnavöllum voru 56, Skagaströnd
44 og á Blönduósi 75, þar af í
söngdeild 13 og nokkrir nemend-
ur voru í hálfu námi.
Kennarar eru: Skarphéðinn Ein-
arsson skólastjóri, Stefán Jónasson,
Þórhallur Barðason, Benedikt
Blöndal, Sólveig S. Einarsdóttir,
Hugrún Sil Hallgrímsdóttir og Jón
Olafur Sigurjónsson.
Dvalarheimilið Sœborg.
Pétur Eggertsson, sem heftir
verið forstöðumaður frá upphafi,
lét af störfum á árinu, eftir farsælt
starf á þeim rúmum 18 árum sem
liðin eru frá opnun Sæborgar. Nýr
forstöðumaður var ráðinn í nóv-
ember, Fríða Pálmadóttir hjúkrun-
arfræðingur.
A Sæborg er heimild til rekstrar
þriggja hjúkrunarrýma og 10 d\?al-
arrýma en vistmenn voru á árinu
um 11 og voru þá einstaklingar í
öllum rýmum þannig að fjölgun
gæti eingöngu orðið ef hjón væru
rneðal vistmanna. Þrátt fyrir þetta
var rekstrarhalli á heimilinu og er
nauðsynlegt að daggjöld hækki
vernlega til að hægt verði að ná
endum saman. Mikil áhersla hefur
verið lögð á að fá úthlutað fleiri
hjúkrunarrýmum og var sótt um
þrjú til viðbótar við það sem verið
hefur. 1 lok ársins fékkst aukafjár-
veiting vegna uppsafnaðs halla
heimilisins, 8,2 millj. kr.
Heilsugœslan Skagaströnd.
Lokið var byggingu heilsugæslu-
stöðvar á Skagaströnd. Stöðin er
sambyggð við Dvalarheimilið Sæ-
borgu. Með byggingunni varð
veruleg framþróun í allri aðstöðu
starfseminnar og ljóst að heilsu-
gæslan er mun betur búin til að
sinna hlutverki sínu.
Hérabsskjalasafnið.
Kolbrún Zophoníasdóttir, sem
ráðin var skjalavörður safnsins á ár-
inu 2005, lét af störfum við safnið.
Soffía Svala Runólfsdóttir var ráð-
in safnvörður í 50% stöðu í nóv-
ernber sl.
Förgun brotamálina.
Gengið var frá nýjum samningi
við Hringrás ehf. um förgun brota-
málma. Samningurinn gerir ráð
fyrir að Hringrás sjái um að pressa
og fjarlægja alla brotamálma sent
eru komnir á söfnunarstaði. Sveit-
arfélögin gerðu átak í söfnun
brotamálma af svæðinu í kjölfar
gerðar samningsins. Að þessari
hreinsun lokinni mun Hringrás sjá
urn að brotamálmar verði fluttir
jafnóðum til vinnslu.
Kvennaskólinn á Blönduósi.
Línuhönnun gerði úttekt á
Kvennaskólanum með viðhalds-
þörf og endurbætur á húsinu í
huga. Fjárveitingar til verksins á ár-
inu 2007 eru um 10 millj. kr.
Framtíd hérabsnefndar.
A árinu 2006 fór frant mikil um-
ræða um rekstur héraðsnefndar-
innar og hvert skuli stefna með
rekstur hennar.
A fundi héraðsnefndar 5. júlí
2006 var eftirfarandi bókað:
„Fundur Héraðsnefndar A-Hún.
haldinn 5. júlí 2006 samþykkir að
fela héraðsráði að taka til endur-
skoðunar rekstur héraðsnefndar-