Húnavaka - 01.05.2007, Page 252
250
H Ú N A V A K A
Heklukonur á kaffihúsi í Svíþjóð
skoðunarferð um morguninn með
strætó til Merstá sem er 36 þúsund
manna bær stutt frá Sigtuna. Ráð-
stefnan bar yfirskriftina Lífsgleði
og var sett af forseta sænska þings-
ins, Karin Schenk Gustavsson. A
dagskrá voru afar hvetjandi og at-
hyglisverð fræðsluerindi um and-
lega og líkamlega heilsu og
mikilvægi þess að taka ábyrgð á
eigin lífsgleði. Peter Lammin, sér-
fræðingur við Lýðheilsustofnun
Svía, hvatti konnr til að meta eigin
lífsstíl og stöðu og auka markvisst
vægi þeirra þátta sem skapa lífs-
gleði. Einnig flutti Gunilla Tages-
dotter skemmtilegt erindi um
ömmur nútímans. Gunilla benti á
að ömmur dagsins í dag séu marg-
ar hverjar önnum kafnar í krefj-
andi störfum eða námi og alls ekki
sams konar ömrnur og þær sem
fyrir áratugum tóku á móti barna-
börnunum nreð nýprjónnðum
sokkum, heimabökuðu bratiði og
tóku sér tíma til barnfóstrustarfa.
Seinni part þessa dags var farið í
gönguferð um miðbæinn og hald-
ið til í setustofunni um kvöldið,
þar sent við skiptumst á hugmynd-
um um kvenfélagsstarfið, matar-
gerðarlist, þjóðbúningasaum, hekl
og prjónaskap.
4. ágúst.
Dagurinn byrjaði kl. 9 með er-
indi Onnu Derwinger læknis um
heilsufarsvandamál kvenna, hvað
væri óhollt og bæri að varast.
Akvað íslenski hópurinn að hann
þ)Tfti ekki að sitja þennan íyrirlest-
ur og fór í skoðunarferð til Upp-
sala. Þar var dómkirkjan skoðuð,
rölt um miðbæinn, farið til Gamla
Stan og komið til baka um kl. 17.
Um kvöldið var boðið uppá
gönguferð með leiðsögn um mið-
bæ Sigtuna.
5. ágúst.
Þessi dagur hófst með fyrirlestri
um konuhjartað, hvernig og hvort
það slægi í takt við tímann. Eftir
þennan fyrirlestur fóru nokkrar
konur á ströndina í sólbað þva mik-
ill hiti var og sólskin. KJ. 18 hófst
síðan hátíðarkvöldverður. Þær
konur sem áttu eða höfðu leigt sér
búning hófust nú handa við að
klæða sig og punta. Þegar við
gengum síðan inn í salinn ómuðu
ljúfir þjóðlagatónar frá hljómsveit-
inni Kollíjox sem er sænsk þjóð-
lagahljómsveit. Margar konur
klæddust þjóðbúningum landa
sinna og var mikið um myndatök-
ur. Yfir kvöldverðinum var kosinn
nýr forseti Nordens Kvinneför-
bund, Katarina Rejam sem er
skólameistari og fulltrúi sænsku-
mælandi kvenfélagskvenna í Finn-
landi. Um kvöldið var síðan slegið
upp kvöldvöku hjá íslenska hópn-
um með söng, línudansi og spjalli.
6. ágúst.
A hádegi var ráðstefnunni slitið
og hélt íslenski hópurinn til Stokk-