Húnavaka - 01.05.2007, Page 259
HUNAVAKA
257
Veiið að reisa grindina að
veiðihúsinu.
fyrir starfsfólk o. fl. með rúmgóð-
um gangi frá forstofu. I þeirri
álmu eru 5 herbergi fyrir starfsfólk
ásamt lítilli setustofu. Þar eru
einnig geymslur, þvottahús, lín-
geymsla, rúmgóðir frystiklefar
ásamt vöðlugeymslu og aðgerðar-
og geymsluherbergi fyrir veiði-
menn. I vesturálmu hússins er eld-
húsið, stór borðstofa og rúmgóð
setustofa ásamt skrifstofu og mót-
tökuherbergi. Einnig eru dl hliðar
við forstofuna salerni og við enda
hennar er saunaklefi og þaðan
hægt að ganga beint út að tveimur
heitum pottum sem eru austan við
húsvegginn. Beggja megin við
vesturálmuna er rúmgóður sólpallur.
Veiðihúsið var tekið í notkun í
byrjun júní með fjölmennri veislu.
Sama kvöldið voru fyrstu veiði-
mennirnar að huga að veiðistöng-
um sínum fyrir utan húsið.
Stefán A Jónsson.
FRÁ HÚNAVATNSHREPPI.
Þann 1. janúar árið 2006 samein-
uðust Bólstaðarhlíðarhreppur,
Sveinsstaðah reppur, Svínavatns-
hreppur og Torfalækjarhreppur í
Húnavatnshrepp. Þann 11. rnars
2006 var kosið um sameiningu As-
hrepps og Húnavatnshrepps. I As-
hreppi voru 43 kjósandi á kjörskrá
og 41 kaus. Þar af sögðu 28 já við
sameiningunni en 13 nei. I Húna-
vatnshreppi voru 277 kjósendur á
kjörskrá og 153 kusu. Þar af sögðu
124 já við sameiningunni en 24
nei. Auðir seðlar voru 5. Þann 12.
júní sama ár sameinuðust síðan As-
hreppur og Húnavatnshreppur
uridir nafni Húnavatnshrepps.
Við sameiningu þessara dreifbýl-
ishreppa hefur orðið til víðfeðmt
sveitarfélag, sem er um 3.800 km2
að stærð og íbúafjöldi um 470.
Kosningar.
Kosningar til sveitarstjórna um
allt land fóru fram 27. maí. í
Húnavatnshreppi var kosið á
þremur stöðum, Húnavöllum,
Húnaveri og Hofi í Vatnsdal. A
kjörskrá voru 317 kjósendur og
greiddu 276 atkvæði. A-lisd fram-
tíðar hlaut 171 atkvæði og fímm
menn kjörna og E-listi nýs afls
lilaut 99 atkvæði og tvo menn
kjörna. Sex atkvæðaseðlar voru
auðir. Hreppsnefndarmenn af A-
lista eru: Björn Magnússon Hóla-
baki,Jóhanna E. Pálmadótdr Akri,
Tryggt'i Jónsson Artúnum, Jón
Gíslason, Stóra-Búrfelli og Gróa
M. Lárusdóttir Brúsastöðum. Af
E-lista eru: Olöf Birna Björnsdótt-
ir Hæli og Birgir L. Ingþórsson
Uppsölum.
Stjórnsýsla.
Stjórnsýslu sveitarfélagsins hef-
ur verið komið fyrir á Húnavöllum
þar sem grunnskóli sveitarfélagsins
er. A fyrsta fundi hreppsnefndar