Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 19

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 19
LÆKNAblaðið 2015/101 407 Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar og aflað var til- skilinna leyfa frá Vísindasiðanefnd (VSNb2011040009/03.1) og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi. Niðurstöður Meðal þeirra 292 sjúklinga sem komu til hjartaendurhæfingar á rannsóknartímabilinu voru 56, eða 19,2%, með þekkta greiningu eða uppfylltu skilmerki um sykursýki af tegund 2. Af 214 körlum voru 42 (19,6%) með sykursýki af tegund 2, en 14 (17,9%) af 78 konum. Munurinn á algengi hjá konum og körlum var ekki marktækur (p=0,87). Yfirlit yfir mætingu og brottfall þeirra 56 sjúklinga sem reynd- ust með sykursýki af tegund 2 kemur fram á mynd 2. Algengi sykursýki af tegund 2 meðal karla og kvenna í þeim sjúklingahópi sem kom til hjartaendurhæfingar var borið saman við sykursýki í almennu þýði í hóprannsókn Hjartaverndar frá sama árabili. Algengi sykursýki af tegund 2 hjá körlum á aldurs- bilinu 40-74 ára í hjartaendurhæfingu var 20,9% samanborið við R a n n S Ó k n 7,8% í aldursstöðluðum samanburði við rannsókn Hjartaverndar (p<0,0001). Marktækur munur, um 2-4 faldur, var í öllum aldurs- hópunum nema þeim elsta, 70-74 ára (mynd 3). Meðal kvenna í hjartaendurhæfingu var tíðni sykursýki af teg- und 2 einnig marktækt hærri, eða 19,7% miðað við 3,6% í rannsókn Hjartaverndar (p<0,0001), einnig eftir að leiðrétt var fyrir aldri. Fjöldi kvenna í rannsókninni gaf ekki færi á að skoða mismuninn eftir aldurshópum. Af 56 sjúklingum með sykursýki greindust 9 (16%) í endurhæf- ingunni á Reykjalundi, en 10 (18%) höfðu greinst innan við ári fyrir komu, 14 (25%) höfðu haft þekkta sykursýki í 2-5 ár en 23 (41%) í lengri tíma, 6-31 ár. Grunnupplýsingar um hjartasjúklinga við upphaf endurhæf- ingar á Reykjalundi eru birtar í töflu I. Ekki var marktækur munur á aldurs- eða kynjahlutfalli hópanna. Nokkru hærra hlutfall af sjúklingum með sykursýki, eða 82%, kom til hjartaendurhæfingar í kjölfar kransæðasjúkdóms, miðað við 64% án sykursýki. Þeir sem voru með sykursýki voru þyngri, hærra hlutfall þeirra hafði offitu og mittismál var meira. Við upphaf meðferðar var ekki munur á meðaltali hámarks- afkasta í þolprófi milli hópanna, en þegar tekið var tillit til lík- amsþyngdar reyndist þrek marktækt lægra hjá þeim sykursjúku. Fastandi s-glúkósi og s-þríglýseríð voru hærri hjá hópnum með sykursýki, en ekki var marktækur munur á s-HDL-gildum. Marktæk breyting varð hjá báðum hópunum á meðferðartím- anum, þeir léttust, mittismál minnkaði og þrek jókst. Breytingin í þyngd og mittismáli var sambærileg hjá hópunum, en meðal þeirra sem höfðu sykursýki varð þrekaukningin aðeins minni (mynd 4). Við lok endurhæfingar var þrek sykursjúkra 1,37 ± 0,35 W/kg, en hjá þeim sem ekki voru með sykursýki 1,66 ± 0,54 W/kg (p< 0,05). Það breytti engu um samanburðinn hér að ofan þótt útreikn- ingar væru endurteknir aðeins fyrir þá sem höfðu staðfestan kransæðasjúkdóm. Hjá hópnum með sykursýki af tegund 2 var auk þess marktæk breyting til batnaðar á fituhlutfalli og fastandi s-glúkósa í lok meðferðar (tafla II). Einnig varð marktæk aukning á genginni vegalengd á 6 mínútna gönguprófi. Við endurkomur eftir þrjá og sex mánuði höfðu breytingar á þyngd, fituhlutfalli og fastandi s-glúkósa gengið til baka. Aðrar blóðrannsóknir, það er HbA1c, Mynd 3. Samanburður á algengi sykursýki af tegund 2 hjá körlum eftir aldurshópum, í almennu þýði Hjartaverndar (ljósar súlur) og þeirra sem koma í hjartaendurhæfingu á Reykjalundi (dökkar súlur). *p< 0,05; **p<0,01. Tafla I. Grunnupplýsingar um hjartasjúklinga við upphaf endurhæfingar á Reykjalundi. Með sykursýki Ekki með sykursýki Fjöldi, n 56 236 Meðferðartími (vikur) 4,4 ± 0,9 4,3 ± 0,8 Aldur, ár 62,4 ± 9,3 59,6 ± 12,5 kynjahlutfall, karlar/konur 42/14 172/64 Meðferð vegna kransæðasjúkdóms, n hlutfall af sjúklingahópnum, % 47 84 161* 68* Meðferð vegna hjartabilunar, n hlutfall af sjúklingahópnum, % 2 3,6 12 5,1 Þyngd, kg 100,4 ± 18,5 90,3 ± 21,4** LÞS, kg/m² 33,2 ± 5,9 30,0 ± 6,5** offita (LÞS ≥30), n (%) 35 (63) 102 (43)* Mittismál, cm 113,8 ± 13,5 104,4 ± 17,0** Hámarksafköst, W 119,6 ± 37,1 122,2 ± 39,8 Þrek, W/kg 1,20 ± 0,29 1,39 ± 0,47** Fastandi s-blóðsykur, mmól/L 6,94 ± 1,66 4,94 ± 0,62** s-þríglýseríð, mmól/L 1,61 ± 0,73 1,25 ± 0,62** s- HDL, mmól/L 1,19 ± 0,73 1,25 ± 0,35 LÞS = líkamsþyngdarstuðull. Meðaltöl ± staðalfrávik; *p<0,05 milli sjúklingahópa, **p<0,005 milli sjúklingahópa Mynd 4. Breytingar á þyngd, mittismáli og þreki hjá hjartasjúklingum með sykursýki af tegund 2 (dökku súlurnar) og hjartasjúklingum sem ekki höfðu sykursýki (ljósu súlurnar) við 4 til 6 vikna endurhæfingu. Súlurnar sýna meðaltöl og staðalvillu. *p<0,0001 fyrir breytingarnar hjá hvorum hópi. **p<0,05 samanburður á breytingum hjá sjúklingahópunum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.