Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 20
408 LÆKNAblaðið 2015/101 s-þríglýseríð og s-HDL voru óbreyttar frá upphafi til loka með- ferðar. Hins vegar var göngugetan áfram marktækt aukin, þó hún hafi minnkað nokkuð. Vegna ýmissa tilfallandi heilsufarsvanda- mála reyndist ekki unnt að taka göngupróf hjá öllum sem mættu í endurkomur. Mikil breyting hafði orðið á hreyfivenjum og líkamlegri virkni rannsóknarhópsins frá upphafi meðferðar fram að endurkomum eftir þrjá og sex mánuði. Í upphafi mátu einungis 11% hreyfingu sína í stig 3-4, en 43% í endurkomu eftir þrjá mánuði og hélst sú aukning líka eftir sex mánuði (mynd 5). Í töflu III er sýnd lyfjameðferð við sykursýki hjá rannsóknar- hópnum. Við upphaf rannsóknarinnar voru 13 sjúklingar (23%) á insúlínmeðferð og meðalskammtur var 74 einingar á sólarhring. Fjórir þessara einstaklinga féllu úr rannsókninni, þar af einn á meðferðartímanum. Ekki var hafin ný insúlínmeðferð hjá neinum sjúklingi á rannsóknartímanum. Engin tilvik urðu af alvarlegum blóðsykurföllum á meðferðartímanum. R a n n S Ó k n Af þeim 56 sem tóku þátt í rannsókninni höfðu margir fyrri sögu um reykingar. Fimm (9%) reyktu enn við komu og tveir þeirra voru ekki alveg hættir reykingum við útskrift. Við endurkomu eftir þrjá og sex mánuði voru þeir þrír sem hættu reykingum enn reyklausir, en þeir tveir sem reyktu við útskrift reyktu enn eftir þrjá mánuði og mættu ekki eftir sex mánuði. Umræða Þessi rannsókn á sykursýki af tegund 2 meðal þeirra sjúklinga sem komu til hjartaendurhæfingar á Reykjalundi frá júlí 2011 til desember 2012, sýndi að algengi sykursýki var miklu hærra í þessum hópi en í almennu þýði á Íslandi. Samanburður við aðra hjartasjúklinga í endurhæfingu sýndi að hópurinn með sykursýki var talsvert frábrugðinn öðrum hvað varðar þyngd, mittismál og hlutfallslega fleiri þeirra voru með offitu. Ekki var marktækur munur á hámarksafköstum í þolprófi við upphaf meðferðar, en þrek sykursjúkra var lægra þegar tekið var tillit til líkamsþyngdar. Endurhæfing rannsóknarhópsins með sykursýki gekk þó almennt vel, en báðir hóparnir, með og án sykursýki, léttust, mittismál þeirra minnkaði og ekki reyndist marktækur munur á þeirri breytingu á milli hópanna. Einnig bættu báðir hóparnir við sig í þreki, en þrek þeirra sem höfðu sykursýki jókst heldur minna en annarra hjartasjúklinga. Tafla II. Samanburður á mælingum hjá hjartasjúklingum með sykursýki af tegund 2 í endurhæfingu; við upphaf og lok meðferðar og við endurkomu eftir 3 og 6 mánuði. Upphaf Lok Endurkoma eftir 3 mánuði Endurkoma eftir 6 mánuði Fjöldi, n (%) 56 (100) 54 (96) 49 (88) 46 (82) Þyngd, kg 100,4 ± 18,5 98,5 ± 17,6* 99,5 ± 17,2 99,7 ± 17,9 LÞS, kg/m2 33,2 ± 5,9 32,6 ± 5,6* 32,8 ± 5,7 33,0 ± 6,1 Mittismál, cm 113,8 ± 13,5 111,3 ± 13,2* 111,2 ± 12,4* 110,8 ± 13,1* Fituhlutfall, % 33,8 ± 6,7 33,0 ± 7,0* 33,7 ± 6,1 33,7 ± 6,5 6 mínútna göngupróf Vegalengd, m 512 ± 96 546 ± 100* 537 ± 96* 525 ± 107* Fjöldi, n 55 53 43 38 Fastandi s-blóðsykur, mmól/L 6,9 ± 1,7 6,3 ± 1,1* 6,8 ± 1,5 7,1 ± 1,9 HbA1c, % 6,7 ± 1,1 6,7 ± 1,0 6,8 ± 1,0 s-þríglýseríð, mmól/L 1,6 ± 0,7 1,6 ± 0,8 1,6 ± 0,7 s-HDL, mmól/L 1,2 ± 0,7 1,2 ± 0,3 1,2 ± 0,4 Reykingar, já/nei 5/51 2/52 2/47 1/45 LÞS= líkamsþyngdarstuðull. Meðaltöl ± staðalfrávik. *p<0,05 í samanburði við mælingu í upphafi meðferðar. Tafla III. Lyfjameðferð við sykursýki af tegund 2 á rannsóknartímabilinu. Upphaf Lok Endurkoma eftir 3 mánuði Endurkoma eftir 6 mánuði Fjöldi, n (%) 56 (100) 54 (96) 49 (88) 46 (82) Engin sykursýkislyf, % 12,5 9,3 8,2 6,5 Sykursýkislyf: Metformin, % 78,6 81,5 83,7 84,8 Súlfónýlúrea lyf, % 32,1 35,2 34,7 32,6 önnur sykursýkislyf, % 7,1 7,4 8,2 10,9 Insúlínmeðferð, % 23,2 22,2 20,4 19,6 Insúlíneiningar 74 ± 49 62 ± 40 61 ± 42 57 ± 44 Athugið að samtalan í dálkunum getur verið hærri en 100%, þar sem sumir eru á fleiri en einu lyfi. Mynd 5. Hreyfivenjur og líkamleg virkni hjartasjúklinga með sykursýki af tegund 2. Samanburður á svörum um hreyfivenjur við upphaf endurhæfingar og síðan við endur- komur 3 og 6 mánuðum eftir lok meðferðar. Hreyfing 1 (ljósgráar súlur) er aðallega kyrrseta, hreyfing 2 (milligráar súlur) er létt líkamleg áreynsla í minnst tvo tíma á viku og hreyfing 3 og 4 (dökkar súlur) er hreyfing með talsverðri eða mikilli áreynslu minnst tvo tíma á viku. *p<0,001 í samanburði við upphaf endurhæfingar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.