Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 29

Læknablaðið - 01.09.2015, Page 29
LÆKNAblaðið 2015/101 417 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R og sólbekkjanotkun svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gríðarlega mikilvægt til að draga úr nýgengi krabbameina hjá yngra fólki.“ Snýst mikið um samskipti Það er ekki óeðlilegt að spyrja sérfræðing í krabbameinslækningum sem er nýkominn heim eftir 16 ára samfellt nám í læknis- fræði hvort hann hafi einhvers staðar á þeirri löngu leið fengið formlega þjálfun í samskiptum við sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Örvar staldrar við og segir svo sposkur: „Þetta er mjög góð spurning. En í hrein- skilni sagt þá minnist ég þess ekki. En svarið við þessari spurningu að öðru leyti er tvíþætt. Krabbameinslækningar snúast að langmestu leyti um samskipti við sjúklinga. Maður er í stöðugu sambandi við sjúklinga sína og ég held að það komi af sjálfu sér að til að velja þessa sérgrein verður maður að hafa ánægju af sam- skiptunum. Síðan er bara hver og einn eins og hann er gerður og það er ekki hægt að þykjast vera annar en maður er. Í mínum huga skiptir mestu að vera hreinskilinn, heiðarlegur og einlægur í samskiptum og þetta lærist af reynslunni. Ég er örugglega betri núna en fyrir einhverjum árum og á vonandi eftir að verða betri með aukinni reynslu. Sumir sjúklingar hafa húmor fyrir sjálfum sér og veikindum sínum á meðan aðrir eru mjög langt niðri og þurfa annars konar nálgun. Þetta er svo einstaklings- bundið að maður verður að geta lesið í andrúmsloftið og líðan sjúklinganna og ég er ekki viss um að staðlað form samskipta sé besta aðferðin.“ Önnur hlið þessa sama penings er síðan líðan læknisins sjálfs í kjölfar erfiðra tilfella og hvort þar sé nauðsynlegt að hafa einhverja leið til að losa um slíkt. „Við þessu er í rauninni sama svarið að það er mjög einstaklingsbundið hvernig brugðist er við slíku. Það sem ég nefndi áðan um óformleg og einföld samskipti milli koll- ega er ein leið til að létta á sér. Við ræðum mikið saman og leitum ráða hvert hjá öðru og það er gert bæði óformlega og einnig á svokölluðum tilfellafundum þar sem ein- stök tilfelli eru rædd í þaula. Þetta er mjög gagnlegt og nægir í flestum tilfellum að mínu mati. Hins vegar neita ég því ekki að sumir sjúklingar leita á mann á öllum tímum sólarhringsins og það kemur fyrir að ég vakna upp um miðjar nætur og er þá að hugsa um hvernig bregðast eigi við. Enn einn möguleiki í þessu sambandi eru tengslin sem maður hefur við fyrrverandi kollega á háskólasjúkrahúsunum í Boston og Fíladelfíu. Ég leita óhikað til þeirra þegar tilfelli eru flókin og mjög sérhæfð og það líður sennilega ekki sá dagur að ég sé ekki í tölvupóstsamskiptum um eitt eða fleiri tilfelli. Þetta er enn einn kosturinn við að hafa tengsl við erlenda sérfræðinga eftir sérnámið og tryggir líka sjúkling- unum enn betri meðferð en ella.“ „Ég hafði alltaf í huga að ég væri á leiðinni heim til Íslands eftir námið og því væri kostur að hafa breiðari þekkingu,“ segir Örvar Gunnarsson sérfræðingur í krabbameinslækn- ingum sem hóf störf á Landspítala í sumar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.