Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 34

Læknablaðið - 01.09.2015, Qupperneq 34
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R brynjólfur ingvarsson læknir bringv@gmail.com Læknafélag Akureyrar var stofnað þann 1934 á heimili Steingríms Matthíassonar læknis að Spítalavegi 9 og varð því 80 ára 2014. Að stofnun félagsins stóðu Stein- grímur, Helgi Skúlason, Jón Steffensen, Árni Guðmundsson, Pétur Jónsson, Jón Geirsson og Valdemar Steffensen. Jónas Rafnar og Friðjón Jensson gengu í félagið 1935, Guðmundur Karl Pétursson 1937, Jóhann Þorkelsson 1937 og Stefán Guðnason héraðslæknir, á Dalvík 1939. Aðaltilgangur félagsskaparins var að ræða taxtamálið, mismunandi gjald- skrá héraðslækna og praktíserandi lækna í bænum, næturvörslu og „að læknar flyttu öðru hvoru á fundum félagsins erindi um læknisfræðileg efni og miðluðu þannig af reynslu sinni og þekkingu… og að vinna gegn þeirri einangrun, sem ætíð væri hætta á hjá þeim læknum sem störfuðu í fámenni“ eins og segir í fundargerð. Félögum í Læknafélagi Akureyrar fjölgaði hægt næstu ár og áratugi, voru samtals 14 árið 1963, er undirritaður kynntist fyrst þessum félagsskap; sex spítalalæknar, þrír bæjarlæknar, tveir á Kristnesi, tveir héraðslæknar og einn augnlæknir. Ólafsfjarðarlæknir var ekki með, hann hefði þurft að fara sjóveg, því hvorki Múlavegur né Múlagöng voru komin. Ekki heldur Grenivíkurlæknir, sem var að vísu í bílvegasambandi, en vetrarferðir voru langar, strangar og mjög háðar færð og veðri Síðan fjölgaði hraðar, einkum eftir 1970 og félagar voru orðnir 64 um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Eftir það hefur fjölgunin orðið hægari, einkum á þessari öld. Fyrstu 60 árin Það var gæfa félagsins og hvalreki fyrir söguritunina að á 60 ára afmælinu 1994 rakti Ólafur Sigurðsson yfirlæknir lyflækningadeildar FSA sögu félagsins frá stofnun 1934 og með þeim ágætum að ekki verður um bætt. Er því látið nægja hér að vísa í Læknablaðið 81. árgang fylgirit nr 28, júlí 1995, þar sem myndarlega er minnst tímamótanna frá ýmsum sjónarmiðum. Ólafur nefnir þrjá heiðurs- félaga, Helga Skúlason, Jónas Rafnar og Jón Steffensen. Síðan hafa aðrir þrír bæst við, Þóroddur Jónasson 1994, Ólafur Sigurðsson 1994 og Inga Björnsdóttir 2005. Atvik urðu til þess að ég kynntist þessu vel gerða afreksfólki nokkuð náið og veit að öll áttu þau heiðurinn skilið þó að ævi- söguritun bíði, en ég held að það meiði engan né móðgi þó að ég telji Þórodd og Ólaf hafa skarað fram úr hinum. Síðustu 20 ár Undanfarna tvo áratugi hefur starfsemi Læknafélags Akureyrar fyrst og fremst snúist um kjaramál, fjölbreytta fræðslu, útgáfustarf (til dæmis Vox medicorum 1993- 2007) og uppbyggingu Gudmanns Minde, fyrsta sjúkrahússins á Akureyri í Aðal- stræti 14. Verður nú reynt að gera þessum atriðum nokkur skil. Fræðslufundir hafa verið fjöldamargir á hverjum vetri þar til nú allra síðustu árin. Yrði of langt mál að rekja þá sögu alla í smáatriðum, en hins vegar er rétt af ýmsum ástæðum að taka haustþingin út úr og gefa yfirlit yfir þann merkilega þátt fræðslustarfsins. Þau byrjuðu reyndar með vorþingum að Möðruvöllum í raungreina- húsi Menntaskólans á Akureyri fimm ár í röð; 1983 Málþing um bráða slysameðferð, 1984 Málþing um innkirtlafræði, 1985 Mál- þing um samskipti lækna, 1986 Málþing Læknafélag Akureyrar 80 ára Haustþing Læknafélags Akureyrar og Norðausturlandsdeildar Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga 1988: Geðlækningar 1989: brjóstakrabbamein 1990: kvensjúkdómar 1991: barnasjúkdómar 1992: Endurhæfingar 1993: Mjóbaksverkur 1994: Afmælis- og hátíðarfundur 1995: Heimilislækningar 1996: öldrunarlækningar 1997: Giktsjúkdómar 1998: Sjúkdómar í blöðruhálskirtli 1999: Geðraskanir 2000: kvensjúkdómar 2001: barnasjúkdómar 2002: Hjarta- og æðasjúkdómar 2003: Meltingarfærasjúkdómar 2004: Lungnasjúkdómar 2005: Endurhæfing 2006: Verkjameðferð 2007: Sýkingar og sóttvarnir 2008: bráðaþjónusta á landsbyggðinni 2009: Heilbrigðisþjónusta aldraðra 2010: kynheilbrigði 2011: Sykursýki, offita o.fl. 2012: Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli 2013: Sjúkdómar í kviðarholi 2014: Geðheilbrigði 2015: Slitgikt

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.