Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 22
ÁGRIP AF SÖGU MINNINGARMARKA OG STEINSMÍÐI Á ÍSLANDI 21 Vera má að steinarnir tveir úr Arnarbæliskirkjugarði séu meðal þessara þátta og mætti reyna að bregða þeim í þennan sama hnút þótt seint yrði kallaður fullriðinn. Annar þessara steina var settur barninu Jóni Oddssyni sem lést átta ára þann 8. febrúar 1687.30 Öll rök hníga að því að hann sé prest ssonurinn í Arnarbæli, sonur síra Odds Árnasonar (1645-1705) sem þar sat 1676- 1689. Kona hans og móðir Jóns var Katrín Jónsdóttir prests í Arnarbæli Daðasonar. Jón hefur líklega verið frumburður þeirra fæddur 1679. Árið eftir lát Jóns fæddist þeim annað barn og var það skírt Jón, líklegast eftir Jóni bróður sínum. Sá nam í Skálholtsskóla en lést í bólunni 1707. Vera má að óyndi hafi sett að þeim hjónum eftir missi Jóns litla en tveimur árum síðar 1689 fékk síra Oddur Kálfatjörn í skiptum við síra Sigurð Eyjólfsson (um 1643-1707)31. Kona síra Sigurðar var Ingibjörg Högna- dóttir lögréttumanns í Gufunesi. Hana missti síra Sigurður sama ár og hann tók við Arnarbæli. Hún hvílir í Arnarbæliskirkjugarði og var henni settur hinn Garðasteinninn sem hér er fjallað um. En víkjum nú frekar að tengingunni við Garða. Síra Sigurður var sonur Eyjólfs Jónssonar (d. 1669) lögréttumanns á Brunnastöðum á Vatns leysuströnd.32 Eyjólfur hvílir í Kálfatjarnarkirkjugarði og er yfir hann leg steinn eftir steinsmiðinn í Görðum. Tengdafaðir síra Sigurðar, Högni Sigurðsson, lögréttumaður í Gufunesi (d. 1671) hvílir þar og yfir hann var settur enn einn Garðasteinninn. Matthías Þórðarson hefur bent á að Högni hafi líklega verið ráðsmaður á Bessastöðum og vitnar til annála Björns á Skarðsá.33 Þegar horft er til þessara tveggja Garðasteina koma fram sterk tengsl við steinsmiðinn í Görðum. Síra Sigurður var aðstoðarprestur á Kálfatjörn þegar faðir hans lést og ekki er leiðin löng milli Kálfatjarnar og Garða. Hefur hann að líkindum látið Garðasmiðinn meitla föður sínum legstein og tengdaföður sínum tveimur árum síðar. Enn leitar hann á náðir steinsmiðs tæpum tveimur ára tugum síðar þegar hann setti konu sinni legsteininn árið 1689 og telja verður líklegt að síra Oddur hafi árið 1687 beðið síra Sigurð vin sinn um að hlutast svo til að smiðurinn gerði einnig legstein yfir Jón son sinn. En hér rekum við okkur á, ef trú okkar er sú að síra Þorkell hafi meitlað alla steinana. Þegar steinninn var settur Jóni litla voru liðin tíu ár frá láti síra Þorkels sem helst er talinn hafa verið steinsmiðurinn mikli í Görðum. Aðeins er hægt að fullyrða um legstein Jóns, en um engan Garðastein annan, að síra Þorkell hafi alls ekki getað meitlað því Jón er fæddur tíu árum eftir lát hans. Sé þessi steinn einn Garðasteinanna eins og allar tengingar benda til er því um annan steinsmið að ræða og nafn hans okkur hulið í þoku heimildaskortsins. Þá vaknar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.