Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 47
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
„orð kvöldsins“, í fyrstu aðeins á jólaföstu.11 Árið 1933 hafði komið
fram frumleg tillaga frá presti nokkrum á Vestfjörðum „um að setja
hljóðnema í eina kirkju í hverju prófastsdæmi“,12 en það var ekki hægt
af tæknilegum ástæðum.
Í byrjun árs 1932 lagði útvarpsstjóri fram tillögu um að skipaður yrði
sérstakur útvarpsprestur. Séra Friðrik Hallgrímsson, fulltrúi prestastefnu
í útvarpsráði, lét bóka vegna þessarar tillögu „að það hljóti að verða
skoðað sem ómakleg vantraustsyfirlýsing til þjóðkirkju Íslands, eða
óvin samleg ráðstöfun í hennar garð, ef stjórn útvarpsins færi, án þess
að ráðgast við hana, að skipa mann til þess að halda uppi reglubundnum
útvarpsguðþjónustum“.13 Á næsta fundi ráðsins var frekar rætt um þetta
mál og samþykkt að ekki væri fólgin í því nein móðgun við kirkjuna
þótt ráðið tæki sjálft ákvörðun um hvaða prestar önnuðust helgihald í
útvarpi. Jafnframt var tekið fram að óskað væri eftir góðri samvinnu
við kirkjuna varðandi messurnar. Þá var samþykkt, ef fé fengist, að ráða
séra Jakob Kristinsson sem útvarpsprest. Talið var að þetta mundi auka
fjölbreytni í útvarpsmessum.14 Margir lýstu sig andvíga stofnun slíks
embættis, m.a. 233 útvarpsnotendur á Akureyri, prófastur í Barða-
strandar sýslu og héraðsfundur Dalaprófastsdæmis. Vildu menn fremur að
útvarpað yrði messum frá Dómkirkjunni og Fríkirkjunni í Reykjavík,
svo sem verið hafði.15
Ekkert gerðist í málum útvarpsprests næstu árin. Útvarpsstjóri lagði
því fram nýja tillögu með bréfi til útvarpsráðs 1. nóvember 1937 um
að skipað yrði „við Ríkisútvarpið nýtt, kirkjulegt embætti, til þess að
f lytja útvarpsmessur og til þess jafnframt, að vera ráðunautur útvarpsins
um val á útvarpsmessum og skipun þeirra mála“.16 Erindi þessu var vísað
til kirkjumálaráðherra og síðar til menntamálanefndar neðri deildar
Alþingis. Ekki kom til þess að skipaður yrði sérstakur útvarpsprestur
enda hefur vafalítið verið andstaða gegn því af þjóðkirkjunnar hálfu líkt
og áður.17
Samþykktar voru sérstakar reglur um útvarp á messum og öðrum
kirkjulegum athöfnum 28. nóvember 1932:
Venjulegri messu1. skal útvarpa frá upphafi til enda. Tilkynna skal
fyrir messu, hver stígur í stól, sálmanúmer (tvítekin) og næsta
útvarp, og skal útvarpa samhringingu, ef við verður komið.
Skírn2. skal útvarpa, ef hún fer fram í miðri messu. Ella skal ekki
út varpa henni, heldur slíta útvarpi um leið og sjálfri messunni er
lokið.