Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 48
„ALLTAF VAR ÞAR EITTHVAÐ SEM HÖFÐAÐI TIL FÓLKSINS“ 47
Altarisgöngu3. , sem fer fram í venjulegri messu skal ekki útvarpa,
og skal þá slíta útvarpi um leið og sálmi eftir prédikun er lokið.
Sé altarisgangan liður í sérstakri messugerð (t.d. prestvígslu), skal
útvarpa henni einnig.
Fermingarathöfn4. skal útvarpa allri.18
Þess má til gamans geta að einn heimildarmanna þjóðháttasafns Þjóð-
minjasafns Íslands var skírður í útvarpsmessu, sennilega árið 1932, og er
væntanlega með fyrstu börnum sem þess urðu aðnjótandi.19 Ein messa
var á dag en á svolítið óreglulegum tíma fyrstu árin og ýmist fyrir eða
eftir hádegi (kl. 10, 10:40, 11, 12, 14 og 17). Síðan færðust messurnar
smám saman til kl. 11 hvað varðar Dómkirkjuna en yfirleitt var útvarp-
að frá Fríkirkjunni í Reykjavík eftir hádegi. Stundum var sent frá
kirkjum í Hafnarfirði og seinna bættust f leiri guðshús í hópinn. Er fram
liðu stundir varð kl. 11 fastur tími fyrir messurnar.20 Munu kirkjur hafa
þurft að breyta messutíma sínum til að fá guðsþjónustum útvarpað.21
Árið 1949 samþykkti prestastefna ályktun um að biskup skyldi
fram vegis hafa umsjón með messuf lutningi í útvarpi.22 Það sem fyrir
kirkjunni vakti var meðal annars að fá landsbyggðarpresta til þess að
messa meira í útvarp en áður hafði tíðkast og nota kapellu háskólans í
því skyni. Nokkrar umræður urðu um þetta mál í útvarpsráði og lagði
skrifstofustjóri þess áherslu á að ráðið gæti ekki látið ákvörðunarvald
um messurnar af hendi. Útvarpsráð féllst þó á „að taka upp þá samvinnu
við biskup, að hann gerði tillögur um útvarpsmessur um nokkurt
tímabil fyrirfram til leiðbeiningar fyrir útvarpið“.23 Biskup ansaði ekki
þessari samþykkt og liðu svo nokkrir mánuðir. Gengu tveir fulltrúar
útvarpsráðs þá á hans fund í júní 1950 til þess að ganga frá þessu máli,
og hefur Biskupsstofa síðan ákveðið messur og raðað þeim niður.24
Útvarpsmessur komu sér vel fyrir þá sem ekki treystu sér til kirkju,
t.d. sjúklinga, gamalt fólk og farlama. Víða til sveita komst fólk heldur
ekki til messu af ýmsum ástæðum. Gamall maður orðar þetta þannig:
„Núna hlusta eg á útvarpsmessurnar, því fæturnir eru orðnir ónýtir
og allur kroppurinn og sjónin ljeleg.“25 Jafnvel börn vöndust á að
hlusta, en einnig voru sendar út sérstakar barnamessur.26 Samkvæmt
svörum heimildarmanna dró ekki úr kirkjusókn til sveita, hugsanlega
þó að vetrinum, en kirkjusókn breyttist a.m.k. lítið. Guðsþjónustur
í útvarpinu voru því tvímælalaust viðbót við kristnihald í landinu og
þjónusta við hinar strjálu byggðir landsins með kirkjur þar sem sjaldan
var messað.27 Margir prestar töldu þó að dregið hefði úr kirkjusókn en