Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 51
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í henni bæði í þéttbýli og strjálbýli. Mönnum var m.a. gefinn kostur
á að velja á milli f lestra dagskrárliða sem f lokkaðir voru efnislega á
atkvæðaseðlinum. Guðsþjónustur fengu 329 atkvæði í sínum f lokki
en á undan þeim komu barnatímar með 786 atkvæði og leikrit með
1018, en þau voru eitt vinsælasta útvarpsefnið. Næst á eftir messunum
komu rökræður og söngleikir. Sálmalög voru í fjórða sæti í f lokknum
tegund tónlistar með 59 atkvæði á eftir danslögum með 287 atkvæði.
Skoðanakannanir voru nýjung í blöðum á þessum tíma og höfðu aldrei
áður verið notaðar í jafn stórum stíl.50
Hlustendakönnun fór fram á vegum Ríkisútvarpsins í desember
1973 en upplýsingum var ekki safnað um messur eða annað trúarlegt
efni.51 Birtar voru niðurstöður annarrar könnunar 1983 sem náðu
til fyrstu vikunnar í maí það ár, en samkvæmt henni var um 8%
hlustun á sunnudagsmessuna. Til samanburðar skal þess getið að 7%
hlýddu á leikrit og um 14% á hádegisfréttir, sem var langvinsælasti
dagskrárliðurinn þennan sunnudag eins og endranær. Um 1% hlustuðu
á morgunandakt og jafn margir á orð kvöldsins. Meðal annars var spurt
um hvers konar efni menn reyndu venjulega að hlusta á og voru messur í
25. sæti af 34 næst á undan ýmsu trúarefni, kvöldvöku, sunnudagserindi
og sígildri tónlist. Það vekur hins vegar eftirtekt að þeir sem hlustuðu
á messuna og annað trúarlegt efni líkaði það yfirleitt vel og voru þessir
dagskrárliðir langt fyrir ofan meðaltal hvað þetta snertir.52 Um 7%
hlustun var á messur í mars 2006 og um 6% á sama tíma 2007 en í ágúst
það ár um 8%.53 Guðsþjónustur virðast því nokkurn veginn hafa haldið
sínu síðastliðinn aldarfjórðung eða þar um bil.
Fleiri hlustendakannanir hafa verið gerðar á vegum Ríkisútvarpsins,
sú fyrsta í október 1970, en þær hafa ekki verið birtar opinberlega nema
að hluta í blöðum og á allra síðustu árum á vef útvarpsins, en það á
þó aðeins við um kannanir frá 2006 og síðar.54 Ekki hafa komið fram
upplýsingar í blöðum um hlustun á messur og lestur Passíusálma.
Þegar komið er fram á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar virðast
útvarps messur farnar að renna saman við ilminn af sunnudagssteikinni.
Húsmæður voru á þönum við matargerð o.f l., að þeirrar tíðar sið, en
víða var venja að borða á slaginu 12 á sunnudögum.55 Sjaldan var slökkt
á viðtækjunum og messur urðu að vana sem varla var hægt að kalla
helgihald miðað við það sem áður var. „Útvarpsmessan glymur“ eins og
segir í dægurlagatexta.56 Þannig dró úr áhrifum þessarar helgi stundar
f jölskyldunnar, sem hún vissulega var á fyrstu áratugum útvarps ins.
Skýringa er meðal annars að leita í ákveðinni afhelgun þjóð félagsins,