Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 51
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í henni bæði í þéttbýli og strjálbýli. Mönnum var m.a. gefinn kostur á að velja á milli f lestra dagskrárliða sem f lokkaðir voru efnislega á atkvæðaseðlinum. Guðsþjónustur fengu 329 atkvæði í sínum f lokki en á undan þeim komu barnatímar með 786 atkvæði og leikrit með 1018, en þau voru eitt vinsælasta útvarpsefnið. Næst á eftir messunum komu rökræður og söngleikir. Sálmalög voru í fjórða sæti í f lokknum tegund tónlistar með 59 atkvæði á eftir danslögum með 287 atkvæði. Skoðanakannanir voru nýjung í blöðum á þessum tíma og höfðu aldrei áður verið notaðar í jafn stórum stíl.50 Hlustendakönnun fór fram á vegum Ríkisútvarpsins í desember 1973 en upplýsingum var ekki safnað um messur eða annað trúarlegt efni.51 Birtar voru niðurstöður annarrar könnunar 1983 sem náðu til fyrstu vikunnar í maí það ár, en samkvæmt henni var um 8% hlustun á sunnudagsmessuna. Til samanburðar skal þess getið að 7% hlýddu á leikrit og um 14% á hádegisfréttir, sem var langvinsælasti dagskrárliðurinn þennan sunnudag eins og endranær. Um 1% hlustuðu á morgunandakt og jafn margir á orð kvöldsins. Meðal annars var spurt um hvers konar efni menn reyndu venjulega að hlusta á og voru messur í 25. sæti af 34 næst á undan ýmsu trúarefni, kvöldvöku, sunnudagserindi og sígildri tónlist. Það vekur hins vegar eftirtekt að þeir sem hlustuðu á messuna og annað trúarlegt efni líkaði það yfirleitt vel og voru þessir dagskrárliðir langt fyrir ofan meðaltal hvað þetta snertir.52 Um 7% hlustun var á messur í mars 2006 og um 6% á sama tíma 2007 en í ágúst það ár um 8%.53 Guðsþjónustur virðast því nokkurn veginn hafa haldið sínu síðastliðinn aldarfjórðung eða þar um bil. Fleiri hlustendakannanir hafa verið gerðar á vegum Ríkisútvarpsins, sú fyrsta í október 1970, en þær hafa ekki verið birtar opinberlega nema að hluta í blöðum og á allra síðustu árum á vef útvarpsins, en það á þó aðeins við um kannanir frá 2006 og síðar.54 Ekki hafa komið fram upplýsingar í blöðum um hlustun á messur og lestur Passíusálma. Þegar komið er fram á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar virðast útvarps messur farnar að renna saman við ilminn af sunnudagssteikinni. Húsmæður voru á þönum við matargerð o.f l., að þeirrar tíðar sið, en víða var venja að borða á slaginu 12 á sunnudögum.55 Sjaldan var slökkt á viðtækjunum og messur urðu að vana sem varla var hægt að kalla helgihald miðað við það sem áður var. „Útvarpsmessan glymur“ eins og segir í dægurlagatexta.56 Þannig dró úr áhrifum þessarar helgi stundar f jölskyldunnar, sem hún vissulega var á fyrstu áratugum útvarps ins. Skýringa er meðal annars að leita í ákveðinni afhelgun þjóð félagsins,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.