Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 55
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Steins Steinarrs). Sennilega er það ekki tilviljun að sama ár var kona í
fyrsta skipti vígð sem prestur hér á landi75. Karl Sigurbjörnsson er eini
biskupinn yfir Íslandi sem lesið hefur Passíusálmana í embætti. Skáld
og listamenn hafa verið áberandi í þessum hópi auk annarra leikmanna,
þ. á m. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr verandi forseti Íslands, og nokkrir
starfsmenn Ríkisútvarpsins. 76
Passíusálmarnir eiga sér langa og ríka hefð í trúarlífi þjóðarinnar og
hefur Ríkisútvarpið sýnilega leitast við að vanda valið á f lytjendum.
Senni lega hefur það þótt nokkur vegsemd að vera trúað fyrir þessu
vanda sama verkefni. Um leið kann að hafa verið um nokkra upphafn-
ingu að ræða gagnvart viðfangsefninu, sbr. það að fyrrverandi forseti og
biskup eru meðal f lytjenda. Upptökur hafa varðveist hjá útvarpinu af
allmörgum lestrum, ýmist í heilu lagi eða að hluta.
Húslestrar lögðust af í nokkrum áföngum frá því á síðari hluta 19.
aldar og hurfu endanlega um 1940. Þeir samrýmdust ekki lifn aðar -
háttum í þéttbýli og tíðkuðust því einkum til sveita. Sumir skútu-
skipstjórar héldu þó áfram þeim sið að hafa húslestur til sjós.77 Passíu-
sálmar voru víða lesnir upphátt á föstunni en með tilkomu helgi halds
í útvarpi hurfu þeir smátt og smátt. Segja má að það hafi gert útslagið
um hina hefðbundnu heimilisguðrækni eða a.m.k. f lýtt fyrir þróuninni.
Messur og aðrar trúarathafnir á öldum ljósvakans gegndu því sama
hlutverki og húslestrar áður. Í seinni tíð mun það einkum vera eldra
fólk sem hlustað hefur reglulega á Passíusálma í útvarpi.78
Sjónvarp og kristilegar stöðvar
Á aðfangadag 1966 tók Sjónvarpið að senda út guðsþjónustu kl. 22 og
hefur það haldist upp frá því. Messum hefur einnig verið sjónvarpað
á páskum síðan 1967 en frá 2004 komu páskahugvekjur í staðinn.
Messum og samkomum Hvítasunnusafnaðarins (Fíladelfíu) hefur verið
sjónvarpað á hvítasunnudag á víxl síðan 1967 en frá árinu 2000 hefur
eingöngu verið um Fíladelfíu að ræða. Í örfá skipti var sjónvarpað frá
guðsþjónustu Óháða safnaðarins á hvítasunnudag.79 Brotið var blað
í útsendingu á messum þegar Stöð 2 sjónvarpaði aftansöng beint frá
Grafarvogskirkju á aðfangadag 2007 og aftur 2008.80
Kristileg íslensk sjónvarpsstöð, Omega, hefur starfað frá því um
mánaðamótin júlí-ágúst 1992 og eingöngu sent út trúarlegt efni, bæði
erlent og innlent, sumt í beinni útsendingu. Þá hefur stöðin sjónvarpað
upp tökum frá Krossinum og ennfremur frá Fíladelfíu á aðfangadag síðan
2005. Þessir aðilar taka upp sitt efni sjálfir.81 Þá má nefna kristilegu