Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Síða 56
„ALLTAF VAR ÞAR EITTHVAÐ SEM HÖFÐAÐI TIL FÓLKSINS“ 55
útvarpsstöðina Alfa sem var við lýði frá desember 1986 þar til í febrúar
1992.82 Alfa breyttist þó f ljótlega að mestu í tónlistarrás en var áfram
með trúarlegu ívafi, m.a. var útvarpað frá kristilegum samkomum.83 Við
af Alfa tók í mars sama ár útvarpsstöðin Stjarnan eftir að hlutafélagið
Kristileg fjölmiðlun keypti hana, en áður hafði félagið rekið Alfa.
Hlust endur Stjörnunnar voru aðallega úr svokölluðum frjálsum söfn-
uðum, og líklega einnig hjá Alfa, þ.e. Hjálpræðishernum, KFUM og
K, Orði lífsins, Veginum og Krossinum. Á sunnudögum voru sendar út
sam komur hjá Veginum, Krossinum og Orði lífsins. Ennfremur voru
bænastundir á hverjum degi, opin bænalína og sálgæsla.84 Stjarnan var
starfrækt fram á mitt ár 1994. Útvarpsstöðin Lindin hóf reglulegar send-
ingar í mars 1995 og býður eingöngu upp á trúarlegt efni. Stöðin, sem
rekin er í samstarfi við Hvítasunnuhreyfinguna, er opin öllum kristnum
söfnuðum.85 Útvarpað er allan sólarhringinn. Þá hefur Útvarp Boðun,
sem Boðunarkirkjan rekur, verið með sendingar frá því í september
2001.86
Árið 2006 byrjaði þjóðkirkjan að sýna viðtöl og myndbönd á netinu
um trú, kirkju og samfélag í tengslum við fréttir á kirkjan.is og efni á
tru.is. Síðan þá hefur framboð af þess konar efni verið aukið, en tekið
var að nota heitið Sjónvarp kirkjunnar snemma árs 2009.87 Tvær kirkjur
senda nú beint á netinu frá guðsþjónustum á sunnudögum og sú þriðja
mun f ljótlega bætast í hópinn.88 Þar að auki er til fjöldinn allur af
netmiðlum sem tengist kirkju og trú á Íslandi, eða rúmlega 100, þar
með taldir vefir einstakra kirkna, sókna og trúfélaga.89
Til samanburðar skal þess getið að útvarpsstöðin Bylgjan fór í loftið
3. mynd. Guðsþjónustum hefur
verið sjónvarpað á vegum Ríkis -
útvarpsins á stórhátíðum síðan
1966. Myndin er frá fyrstu
út sendingu Sjón varps ins 30.
september 1966. Ljós myndasafn
Íslands. IM-147-7. Ljósmyndari
Ingi mundur Magnús son.