Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 57
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1983, sama ár og Rás 2, og seinna fylgdu f leiri stöðvar í kjölfarið,
svo sem Aðalstöðin, Brosið, FM 957, X-ið, Klassík, Útvarp Saga og
Talstöðin. Stöðvar þessar hafa starfað mislengi og aðallega útvarpað
dægurtónlist, en stærstu stöðvarnar, eins og Bylgjan, hafa einnig verið
með þætti en sumar byggja nær eingöngu á töluðu máli.90 Engin þessara
útvarpsstöðva hefur sérstaklega sent út trúarlegt efni.
„Dánarfregnir og jarðarfarir“
Útvarp á dánartilkynningum hófst á fyrstu árum Ríkisútvarpsins og
verða þær skoðaðar í tengslum við aðrar tilkynningar og auglýsingar.
Hér er því haldið fram að dánartilkynningar hafi á vissan hátt búið í
haginn fyrir að tekið var að senda út jarðarfarir og eru þannig hluti af
stærra samhengi ásamt messunum. Í dag eru dánarfregnir lesnar tvisvar
á dag, eins og kunnugt er, og má í því sambandi nefna að farið var að
spila stef á undan þeim fyrir um 15-20 árum. Stefið er samið af Atla
Heimi Sveinssyni tónskáldi.91
Þegar í upphafi útvarpsins var gert ráð fyrir tilkynningum. Í fyrstu
reglum um fréttaf lutning þess frá 13. febrúar 1931 er tekið fram að í
honum megi ekki „felast neins konar auglýsingar né tilkynningar, er
snerta einstaka menn eða stofnanir aðrar en opinberar stofnanir“.92
Sérstakar reglur um auglýsingaf lutning útvarpsins voru samþykktar 4.
nóvember 1931.93 Í lok desember sama ár greindi útvarpsstjóri frá því að
„útvarpsauglýsingatilraunin hefði tekist allvel, en þó ekki verið haldið
áfram reglulega“.94 Í janúar 1932 var sérstakur starfsmaður ráðinn til þess
að hafa umsjón með auglýsingastarfseminni og seinna auglýsingastjóri.
Auglýsingar urðu útvarpinu afar mikilvæg tekjulind og hefur Jónasi
Þorbergssyni útvarpsstjóra verið þakkað sérstaklega fyrir það framtak
og að ekki fylgdu með ókostir auglýsingaútvarps. Í nágrannalöndunum
voru auglýsingar þá svo til óþekktar.95 Vilhjálmur Þ. Gíslason, eftir-
maður Jónasar á stóli útvarpsstjóra, segir í minningargrein um hann að
án auglýsingatekna hefði ekki verið hægt að reka útvarpið með sóma-
samlegum hætti.96 Sjálfur segir Jónas í endurminningum sínum að hann
hafi f ljótlega tekið upp „tilkynningatíma“ og látið menn greiða fyrir.
Ef ldi þetta mjög fjárhag stofnunarinnar og taldi Jónas sig verða varan
við að erlendir útvarpsstjórar öfunduðu Ríkisútvarpið af þessu tiltæki.97
Dánartilkynningar voru hluti af fréttum á fyrstu árum útvarpsins.
Samþykktar voru um þær sérstakar reglur í febrúar 1932: „Á undan
dánarfregnum sé ætíð höfð fyrirsögnin „Dánarfregn“ eða önnur slík, og
hæfileg þögn sé gjörð áður en næsta efni er tekið upp“.98 Þakkarávörp