Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 59
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og dagblöðin fyrir aldamótin 1900, sem þau væru fyrir löngu vaxin frá.
„Ég hef aldrei á æfi minni séð í blöðum, að maður þakki börnum sínum
með auglýsingu fyrir heimsókn og gjafir á sextugsafmælinu. En þetta
gerist í útvarpinu.“103
Kostnaður vegna auglýsinga um andlát, jarðarfarir og þakkir var
töluvert mismunandi og fór aðallega eftir fjölda orða en einnig hve oft
var lesið. Árið 1934 gat kostnaður vegna hverrar dánartilkynningar
t.d. verið frá 2 kr. fyrir 10 orð upp í 20,16 kr. fyrir 56 orð, og var þá
tvílesið sem stundum var.104 Sama verð var tekið fyrir orðið árið 1939
og var mjög misjafnt hve fólk lagði í mikinn kostnað, t.d. á bilinu um
3-20 kr. Væntanlega hefur þetta farið eftir efnahag manna. Í einstaka
tilfellum hefur gjaldið verið gefið eftir eða er sagt „ókrefjanlegt“.105
Tekið skal fram að engar auglýsingar í hljóðvarpi hafa varðveist þótt til
séu svo kallaðar auglýsingabækur, en þær veita aðeins upplýsingar um
auglýsendur, efni, verð o.f l.
Dánarfregnir og frásagnir af jarðarförum áttu sér langa hefð í
hérlendum blöðum fyrir daga Ríkisútvarpsins eða frá því á 19. öld.
Tekið var að birta þakkarávörp á síðari hluta 19. aldar, en eitt hið fyrsta
þeirrar tegundar var prentað í Þjóðólfi 1854.106 Í þessu sambandi er vert
að benda á að í einstaka þakkarávörpum koma fram ákveðin sorgar-
viðbrögð með því að aðstandendur tjá harm sinn og missi á prenti.107
Elsta dæmi um útfarartilkynningu með nöfnum hinna nánustu undir
er frá 1878.108 Slíkum tilkynningum fór fjölgandi þegar fram í sótti
og birtust strax í fyrsta árgangi Morgunblaðsins 1913, svo annað dæmi
sé tekið.109 Þegar útvarpið ýtti úr vör var því um rótgróna venju
að ræða og ekki að undra að almenningur hefði áhuga á að koma
dánarfregnum og jarðarförum að með einhverjum hætti. Og þar sem
um auglýsingaútvarp hjá stofnun með takmörkuð fjárráð var að ræða
hefur þessu verið tekið fegins hendi.
Árið 1938 lagði útvarpsstjóri fram uppkast að reglum um innlendar
fréttir og voru þær að mestu eldri reglur og ennfremur nýrri sem
skapast höfðu smátt og smátt í ljósi reynslunnar. Fréttastofan átti að
hafa frumkvæði að því að greina frá afmælum, andláti og jarðarförum
einstaklinga sem Alþingi og ríkisstjórn minntust með því að draga
upp fána. Þá var heimilt að greina frá hliðstæðum upplýsingum um
aðrar þjóðkunnar og héraðskunnar persónur. Ennfremur mátti segja
frá stórafmælum og hjúskaparafmælum og gilti það einnig um alþýðu
manna.110