Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Síða 60
„ALLTAF VAR ÞAR EITTHVAÐ SEM HÖFÐAÐI TIL FÓLKSINS“ 59
„Dauðinn og útvarpið“
Á fyrstu áratugum Ríkisútvarpsins var aðeins um stutta dagskrá að ræða
og stöðin lokuð í marga klukkutíma á dag. Sem dæmi má nefna að 1939
var útvarpað að meðaltali í 5 klst. og 35 mín. á dag en 7 klst. og 53 mín.
1949.111 Þarna skapaðist svigrúm til að senda út jarðarfarir almennra
borgara, bæði fyrir og eftir hádegi. Dagskráin lengdist þó smám saman
uns aðeins var hlé frá kl. 10–12, en það var fyrst eftir 1960. Jarðarförum
var nær eingöngu útvarpað eftir hádegi fram yfir 1955 en upp úr 1960
svo til alveg fyrir hádegi. Árið 1966 voru aðeins sendar út tvær athafnir
eftir hádegi og engin 1967. Stundum voru tvær útfarir á dag en það
virðist þó hafa verið sjaldgæft og tíðkaðist alls ekki síðustu tvö árin.112
Fyrstu 14 árin var aðallega úvarpað jarðarförum frá Dómkirkjunni í
Reykjavík, eða að meðaltali 77%. Í öðru sæti var Fríkirkjan í Reykja-
vík, þá Fríkirkjan í Hafnarfirði, þjóðkirkjan í Hafnarfirði og loks
Landa kotskirkja. Fossvogskirkja var tekin í notkun í desember 1948 og
aðeins tveimur árum síðar, eða 1950, fóru 46% útvarpsjarðarfara þar
fram en 43% í Dómkirkjunni. Athöfnum í Dómkirkjunni fór mjög
fækkandi í útvarpi eftir þetta og voru að meðaltali 21% á ári fram til
1966. Fossvogskirkja hélt hins vegar áfram að sækja í sig veðrið, en 68%
jarðarfara voru send út þaðan að meðaltali til 1966. Frá 1950 bættust
smám saman f leiri guðshús í hópinn: Aðventukirkjan, Hallgrímskirkja,
Háteigs kirkja, Kópavogskirkja, Langholtskirkja, Laugarneskirkja,
Nes kirkja og kirkja Óháða safnaðarins. Afar sjaldan var þó útvarpað
frá þessum kirkjum, eða að meðaltali um einu sinni á ári, miðað við
stikkprufur sem teknar voru með fimm ára millibili 1945-1960 og að
auki 1966-1967. Síðasta árið er reyndar ekki marktækt þar sem hætt var
að senda út jarðarfarir í lok október 1967.113
Svo virðist sem í upphafi hafi útvarp á jarðarförum eingöngu verið
hugsað fyrir þjóðkunna einstaklinga, sbr. bréf útvarpsstjóra þar að
lútandi sem vitnað er til hér að neðan. Þetta breyttist þó f ljótt, eins
og sýnt verður fram á, er tekið var að senda út jarðarfarir almennings.
Taldist það eðlilegt þar sem vinir og ættingjar voru oft dreifðir um
landið og margir áttu þess ekki kost að mæta í útfarir.114 Ýmislegt f leira
getur hafa skipt máli, svo sem hið fámenna þjóðfélag, persónuleg tengsl
og síðast en ekki síst fjárhagslegir hagsmunir útvarpsins, sem nánar
verður vikið að hér á eftir.
Fyrsta jarðarför sem kunnugt er um að útvarpað hafi verið hér á
landi er útför Jóns Þorlákssonar borgarstjóra og fyrrverandi forsætis-
ráðherra 28. mars 1935. Jarðarförin fór fram frá Dómkirkjunni í