Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 69
68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
einnig greina hvort viðkomandi hafi átt heimili á landsbyggðinni eða
verið búsettur þar fyrr á ævinni. Mynd 7 sýnir fjölda karla og kvenna
með tengsl við byggðakjarna og strjálbýli í hlutfalli við útvarps jarðar-
farir 1935-1967. Um engin slík tengsl var að ræða 1935 þar sem þá
voru jarðsettir tveir þjóðkunnir einstaklingar. Myndin gefur allgóða
vísbendingu um að f leiri en fólk með landsbyggðartengsl hafi verið
jarðað í beinni útsendingu. Til að fá nákvæma vitneskju þyrfti að
skoða hvert ár fyrir sig. Síðasta árið er ómarktækt eins og áður hefur
verið greint frá. Sennilegt er að í f lestum tilvikum hafi verið sett inn
í útfarartilkynningar ef hinn framliðni átti tengsl út á land. Hlutfall
landsbyggðarinnar sveif last töluvert milli ára en er að meðaltali um
41%. Samkvæmt þessu hefur fólk án dreifbýlistengsla verið í meirihluta,
og kemur það töluvert á óvart.
Hverjir hlustuðu og hvers vegna?
Af svörum heimildarmanna að dæma var mikið hlustað á jarðarfarir,
ekki síst eldra fólk, en á upphafsárum Ríkisútvarpsins má segja að
hlýtt hafi verið á allt. Oftast var hlustað ef menn þekktu hinn látna
eða vissu einhver deili á honum. Heimildarmaður (fæddur 1913) kemst
svo að orði um hlustunina: „Ég held að á fyrstu árum útvarpsins, hafi
víða verið hlustað á allar jarðarfarir, sem útvarpað var, alltaf var þar
eitthvað sem höfðaði til fólksins, og í fámenninu og tilbreytingarleysinu
var allt þegið.“136 Það að hlusta á útfarir annarra getur hafa veitt útrás
fyrir persónulega sorg eða vanlíðan og verið ein af mörgum ástæðum
fyrir vinsældum þeirra. Sem hliðstæðu má nefna viðbrögð fólks við
skyndilegum dauða Díönu prinsessu af Wales árið 1997.
Mest mun hafa verið hlustað á jarðarfarir á fyrstu áratugum útvarps-
ins en dregið úr hlustun þegar dagskráin lengdist. Á seinni árum varð
hlustunin sennilega meiri síbylja en áður, tækið látið ganga og ekki
skrúfað fyrir enda aðeins um eina rás að ræða fram til 1983. Sumir
taka svo djúpt í árinni að þeir hafi hlustað nauðugir viljugir á útfarir á
þessum árum.137
Ekki er annað að sjá en að töluvert algengt hafi verið að hlusta á
jarðar farir ókunnugs fólks. „Það kynntist þá hinum látna þótt um síðir
væri.“138 Fyrir því gátu legið ýmsar ástæður. Sumir nefna t.d. sálma-
söng: „Það var mikið hlustað á jarðarfarir ef þeim var útvarpað. Það
er þó alltaf góður söngurinn hjá Páli“,139 hefur heimildar maður eftir
móður sinni. Gamalt fólk og farlama var einnig fegið allri til breytni. Þá
var talið eftirsóknarvert að hlusta á útfarir þekkts fólks, t.d. stjórnmála-