Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 73
72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
maður sjálfur kemur við sögu fjalla um tengsl fremur en sjálfhverfu.
Sambandið við hinn látna heldur áfram eftir dauðann en að vísu í
breyttri mynd. Hann lifir innra með manni, hugsað er til hans, minnst á
sérstökum stundum o.s.frv.158 Að hinar nýju minningargreinar séu eins
konar hliðarafurð nýfrjálshyggjunnar er frekar langsótt. Undanfarna
áratugi, kannski sérstaklega síðustu 15 til 20 ár, hefur minningar grein-
um farið mjög fjölgandi. Skrifað hefur verið um félagslega breiðari hóp
en áður, meira að segja utangarðsfók og ungabörn, en það er nýmæli.
Þar að auki eru miklu f leiri sem skrifa og úr öllum stéttum. Því væri
hugsanlega réttara að tala um „þjóðnýtingu“ minningargreina, en það
getur einnig verið spurning um orðnotkun og hvaða merking er lögð í
orðið einkavæðing.
Dæmi um jarðarför óvandabundinna sem margir töldu skyldu sína
að hlusta á var útför Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, konu hans
og dóttursonar 1970. Af jarðarförum þekktra persóna nefna sumir útför
Kristjáns Eldjárns fyrrverandi forseta Íslands, jarðarför Kennedys Banda-
ríkja forseta og af sjónvarpsjarðarförum útför Díönu prinsessu, Guðrúnar
Katrínar forsetafrúar og Ingiríðar Danadrottningar.159
Lýsandi er eftirfarandi frásögn heimildarmanns af útför árið 1952:
Útvarpsjarðarför. Hekla liggur við bryggju á Hólmavík. Það er
verið að jarða Svein Björnsson forseta. Allmargir farþegar sitja á
sal og hlusta, útfararstemmning. Allir rísa hljóðir á fætur um leið
og kirkjugestir syðra. Eftirminnilegt.160
Til samanburðar skal þess getið að annars staðar á Norðurlöndunum,
þar með talið í Færeyjum, hefur aðeins tíðkast að útvarpa jarðarförum
þjóðhöfðingja eða kóngafólks. Þetta mun jafnframt eiga við í Kanada
og Bandaríkjunum.161 Útförum einstaka erlendra stjórnmálamanna
hefur einnig verið útvarpað. Hér má t.d. nefna sir Winston Churchill í
Bretlandi, Mannerheim í Finnlandi, Dag Hammarskjöld, Olof Palme og
Önnu Lind í Svíþjóð. Flest bendir því til að útvarpsjarðarfarir á okkar
mælikvarða hafi verið séríslenskt fyrirbæri, þótt auðvitað sé ekki hægt
að útiloka að þær hafi þekkst á einhverjum öðrum stöðum í heiminum.
„Viðkvæmt vandamál“
Með tímanum lengdist dagskrá Ríkisútvarpsins smám saman, en þó var
útvarpað jarðarförum bæði fyrir og eftir hádegi fram yfir 1960, en eftir
það svo til eingöngu fyrir hádegi.162 Hlé á dagskrá var þá aðeins kl. 10