Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 75
74 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Benedikt Gröndal segir, í svari við spurningaskrá um ljósvakann, að
útvarpsráði til mikils léttis hafi lítil sem engin andmæli borist við því
að hætt var að útvarpa jarðarförum. Mótmæli frá hlustendum er heldur
ekki að finna í gerðabókum útvarpsráðs.173 Í svörum heimildarmanna
kemur þó fram að margir söknuðu útfaranna, einkum eldra fólk.
Einstaka maður fagnaði þó að hætt var að senda út jarðarfarir.174 Eitthvað
var um að send væru mótmæli til útvarpsins, í bréfaþáttinn Pósthólf 120
þar sem hlustendur gátu komið á framfæri ýmsum athugasemdum og
kvörtunum varðandi dagskrá Ríkisútvarpsins. Þessi mótmæli munu
ekki hafa verið mjög hávær.175 Síðasta útvarpsjarðarför almennra borgara
var útför Margrétar Hallgrímsdóttur frá Hvammi í Vatnsdal, Otrateig
5, Reykjavík, 26. október 1967. Athöfnin fór fram í Fossvogskirkju.176
Upptaka af útförinni er varðveitt hjá Ríkisútvarpinu sem „síðasta
jarðarfararútvarp utan dagskrár, þ.e. á leigutíma“,177 eins og segir í
spjaldskrá. Er þetta, ásamt f leiru, til marks um menningarsögulega
vitund stofnunarinnar. Upptökur af alls 25 útförum eru í segulbandasafni
Ríkisútvarpsins og þar að auki sjö minningarathafnir.
Allnokkur dæmi eru um að jarðarförum hafi verið útvarpað stað-
bundið. Ein hin fyrsta sinnar tegundar var minningarathöfn um
fimm sjómenn sem fórust með togaranum Verði BA 142 og var henni
útvarp að frá Patreksfjarðarkirkju í febrúar 1950. Líkur voru taldar
á að athöfnin mundi heyrast til Reykjavíkur.178 Ennfremur má nefna
jarðarför tveggja manna sem fór fram sameiginlega frá Blönduóskirkju
15. apríl 1967, en athöfninni var útvarpað á Hótel Blönduósi og
gegnum útvarpskerfi Héraðshælisins þar sem færri komust að en vildu í
kirkjunni.179 Nýjasta dæmið er útför eins þekktasta rokktónlistarmanns
þjóðarinnar, Guðmundar Rúnars Júlíussonar, 12. desember 2008, en
henni var sjónvarpað frá Kef lavíkurkirkju í Duushúsin í Reykjanesbæ og
Fríkirkjuna í Reykjavík.180
Hægt hefur verið að leigja FM senda frá því um 1980, hvort sem
það er til að útvarpa jarðarförum eða öðrum viðburðum, en í fjölda
ára var Póst- og símamálastofnunin eini aðilinn sem átti slík tæki. Þeir
sem taka þennan búnað á leigu eru kirkjur, skólar, félagsmiðstöðvar,
stjórnmálaf lokkar, hestamannafélög o.f l. Töluvert fyrirtæki var að
koma gamla búnaðinum upp miðað við þá hátækni sem nú er fyrir
hendi. Settir voru stórir hljóðnemar í kirkjurnar og lagðir strengir að
næsta staur þar sem loftneti var komið upp. Í dag eru það nokkrir aðilar
sem leigja tæki til útsendingar, en sækja þarf um heimild fyrir tíðni hjá
Póst- og fjarskiptastofnun.181 Fyrirtæki sem hóf starfsemi á árinu 2007