Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 79
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um að f lytja fréttatímann um sláttinn til kl. 20:30. Varð útvarpsráð
við þessari beiðni með því að samþykkja að frá og með 14. júlí yrði
fréttatímanum breytt og skyldi það haldast fram í miðjan september er
fréttirnar færðust í fyrra horf.194 Þetta dæmi sýnir mikinn og skjótan
vilja að koma til móts við óskir hlustenda, en breytingunni var komið í
kring aðeins fjórum dögum eftir að um hana var fjallað í ráðinu.
Óhætt er að fullyrða að útvarpið hafði mikla þýðingu fyrir almenn -
ing, veitti fróðleik, ánægju og skemmtun. Eftirtektarvert er að
heimildar menn tala oft um að útvarpið hafi rofið fábreytni og ein angr-
un og fært fréttir frá umheiminum. Það varð „snar þáttur af heimilis-
lífinu“ að hlusta. Þá var einnig talað um að útvarpið létti störfin til
sveita, en fólk vann áfram að ýmsum störfum meðan á dagskrá stóð,
t.d. að riða net, spinna, prjóna, þæfa og sauma. Börn léku sér, teiknuðu,
skrifuðu forskrift o.f l. Útvarpið tók þannig við af kvöldvökunni á vissan
hátt. Á meðan viðtæki voru ekki komin í öll hús eða bæi var töluvert
algengt að fara í heimsókn til nágranna sem áttu útvarpstæki og jók
þannig á samskipti meðal fólks. Á sumum bæjum var afar gestkvæmt
og jafnvel til í dæminu að boðið væri upp á landa. Ýtti útvarpið þannig
dálítið undir heimabrugg.195 Slíkar heimsóknir endurtóku sig á fyrstu
árum sjónvarps hér á landi. Með tilkomu þess, nánast á einni nóttu,
tók daglegt líf miklum breytingum þegar menn byrjuðu að verja
töluverðum hluta tíma síns fyrir framan skjáinn.196
Útvarpið gegndi ekki síður mikilvægu hlutverki á vinnustöðum í
þéttbýli. Það var t.d. eitt af baráttumálum fiskverkafólks að fá viðtæki
í frystihúsin og hafðist það f ljótlega í gegn. Einnig þekktist að menn
tækju með sér útvarp í vinnuna. Heyrnarhlífar með útvapi komu
um 1980 og náðu þær skjótt mikilli útbreiðslu.197 Ekki er að efa að
útvarpshlustun hefur haft mikið afþreyingargildi og stytt fólki stundir
við fábreytt og einhæf störf þar sem tóbak var stundum „eina ánægjan“.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, þáverandi útvarpsstjóri, segir í viðtali árið
1950 um áhrif útvarpsins:
Áhrif þess eru margvísleg og mismunandi í fjölbýli og strjálbýli.
Síðan útvarpið kom vita menn nú allt það markverðasta, svo
að segja um leið og það skeður, hvort sem er hjer á landi, eða
óralangt út í heimi. Áður urðu menn að bíða eftir útlendu
frjettunum, uns þær bárust þeim … Útvarpið hefur einnig orðið
til þess að auka heimilisrækni því menn sitja heima við viðtæki
sitt eftir erfiðan vinnudag …198