Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 80
„ALLTAF VAR ÞAR EITTHVAÐ SEM HÖFÐAÐI TIL FÓLKSINS“ 79
Emil Björnsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, tekur í sama
streng: „Ekkert jafnaðist á við fréttir hvaðanæva úr heiminum. Þær
leystu átthagafjötra andans og rufu þagnarmúrinn, sem hafði innlukt
afdala- og útkjálkafólk, frá aldaöðli …“199 Bendir Emil jafnframt á
hvernig útvarpið sameinaði þjóðina og tengdi saman byggðir.200 Annað
dæmi er áhrif útvarpsins á blaðamennsku, en talið er að þátturinn Um
daginn og veginn hafi orðið til þess að farið var að skrifa hliðstæða pistla
í dagblöð, svo sem Hannes á horninu í Alþýðublaðið og Víkverji (seinna
Velvakandi) í Morgunblaðið.201
Útvarpið hafði áhrif á helgihald og f lýtti fyrir að heimilisguðrækni
lagðist af, sem lengi hafði þó verið á undanhaldi. Útvarpsmessur
urðu fastur liður í heimilislífinu og þá sérstaklega á aðfangadag og
öðrum stórhátíðum. Flestir reyndu að vera búnir að öllu sem máli
skipti fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld og hlusta á aftansönginn
í útvarpinu. Þar með gekk jólahelgin í garð.202 Jólakveðjur, sem
útvarpað er á Þorláksmessu, settu einnig svip á heimilislífið og þóttu
með tímanum ómissandi hluti af jólastemmningunni. Í seinni tíð hefur
þó dregið umtalsvert úr vægi þeirra með stanslausum lestri og ýmsum
auglýsingum frá morgni til kvölds.
Nokkrir segja að fyrstu minningarnar sem tengdust útvarpinu hafi
verið þegar fólk kom til að fá að hlusta á messurnar og var þá stundum
boðið sérstaklega í heimsókn.203 Á fyrstu árum útvarpsins höguðu
sumir sér á f lestan hátt eins og þeir væru í kirkju. Einnig var sungið
með og mun það hafa þekktst í einhverjum mæli a.m.k. fram um 1960-
1970. Kirkjusókn breyttist yfirleitt lítið og urðu útvarpsmessur þannig
viðbót við opinbert helgihald í landinu. Ekki var ánægja meðal allra
presta að útvarpað væri efni sem hlustendur vildu ógjarnan missa af, t.d.
leikritum, nálægt eða á messutíma þar sem það gæti dregið úr kirkju-
sókn.204
Útvarp á jarðarförum almennra borgara hafði helst þau samfélagslegu
áhrif að fjarstöddu fólki gafst nú kostur á að hlusta á útfarir án þess að
vera beinlínis á staðnum, sem var sérlega mikilvæg þjónusta við hinar
dreifðu byggðir landins, a.m.k. á fyrstu áratugum Ríkisútvarpsins.
Jafnframt var hægt að fylgjast með útförum þjóðþekktra einstaklinga,
minningarathöfnum um drukknaðar skipshafnir o.s.frv. Ætla má að
þetta hafi aukið samkennd meðal hinnar fámennu þjóðar og minnkað
fjarlægðir, eins og reyndar á einnig við um margt annað útvarpsefni.
Hið sama gildir vafalítið um dánarfregnir og jarðarfaratilkynningar en
á þær var mikið hlustað eins og útfarirnar. Þá voru líkræður prestanna