Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Síða 101
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Saga brúðarhúss í Laufási
Í tengslum við viðgerðir á brúðarhúsi sumarið 1998 voru upplýsingar úr
úttektum raktar og bornar saman við brúðarhúsið sjálft og kom þá í ljós
að það fékk á sig núverandi form um 1840.
Elsta úttekt hússins í þessari mynd er frá árinu 1854 en sú sem lýsir
því best í núverandi ástandi er frá árinu 1883, eftir að sr. Björn Hall-
dórs son féll frá, og hljóðar hún svo:
Brúðarhús. Það er 7½ al. á lengd, 4 al. á breidd með átta stöfum,
fjórum bitum, einlægum lausholtum, áfellum, fjórum kálfa sperr-
um, tveimur langböndum á hvorri hlið, alþiljað með fjala gólfi,
undir reisifjöl, með dyraumbúningi og skrálæstri hurð á járn um,
þilstafni fyrir ofan bita með tveimur rúðum. Eitt borð á stólum
fylgir. Fram af húsinu er þverreftur gangur. Húsið er gamalt en
stæðilegt að öðru en því, að þak er hrjálegt.1
Borðið er nú ekki lengur í húsinu en að öðru leyti kemur lýsingin heim
og saman við það sem fyrir augu ber þegar komið er í Laufás.
Við skulum nú skyggnast aftur í tímann og sjá hvaða mynd heimild-
irnar gefa af þessu húsi.
Í úttektum Laufásstaðar kemur nafnið brúðarhús fyrst fram árið 1738
eftir lát sr. Geirs Markússonar prófasts og Jóns bróður hans, sem var
aðstoðarprestur síðustu árin. Ekki ber á húsi með slíku nafni í næstu
úttekt á undan sem er frá árinu 1690 og er ekki að sjá að hús með
öðru nafni samsvari því húsi sem sést í úttektinni 1738.2 Að vísu eru
úttektirnar fyrir 1738 nokkru stuttaralegri og ónákvæmari en frá og með
því ári. Ástæða þess hversu langt er þarna milli úttekta er sú að sr. Geir
sat Laufásstað allt frá 1689 til 1738 eða hartnær hálfa öld. Af þessum
sökum liggur byggingarár brúðarhúss í Laufási á svo breiðu árabili.
Þessi fyrsta úttekt brúðarhússins er svohljóðandi:
Brúðarhús tvö stafgólf, þiljað uppi og niðri að framan- og aftan-
verðu og á báðar síður með langbekk annars vegar og stuttum
krókbekk, tveimur glergluggum, hurð á lömum, skrálaufi, lykli
og járnhring. Húsið það á má sjá vænt og velstandandi, þó getum
vér þess að fjórar rúður alls eru brostnar af glerglugganum. Lítil
göng hér fram af fyrir framan dyrnar undir sama formi og húsið
með birki upprefti en þar fyrir framan mjórri með stöfum fjór-
um, bitum þar yfir, syllum og röftum langsetis.3