Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Side 104
BRÚÐARHÚS Í LAUFÁSI 103
Næsta skref í sögu brúðarhúss í Laufási birtist í úttekt þegar sr.
Gunnar Hallgrímsson var nýtekinn við staðnum 1813. Þá kemur eftir-
farandi fram:
Brúðarhús svo kallað, áður inn við baðstofudyr, en nú móts við
eldh[úss] dyr norðanfram í bæ, hvar fratrædende hefir látið hlaða
að því nýja veggi. Húsið er sjálft með sömu ummerkjum til viða
en í staðinn þess fúna gaf lþils er það nú með velbrúkanlegum
fjalvið lagt, þó vantar í það lítinn spotta í einum stað. Fram
af húsinu milli gangnanna þar fram af, sem eru með sömu
ummerkjum og þeim áður lýst er, er nokkur viður auki, tæpir
tveir faðmar á lengd í sama formi og húsið með einum bita og
sperrum yfir á tveimur stöfum.10
Hér kemur í ljós að brúðarhúsið hefur verið fært til í bæjarhúsa þyrp-
ingunni og í lýsingunni kemur upphaf leg staðsetning hússins jafn skýrt
fram og sú nýja en það er sú staða sem húsið hefur enn þann dag í dag.
Einnig kemur fram að húsið hefur breyst nokkuð. Helsta breytingin
virðist vera sú að einhvers konar viðbygging er nú komin framan við
húsið, líklegast í þá átt sem veit út til bæjarganganna. Ætla má að sr.
Hannes L. Scheving hafi látið færa húsið í sinni tíð, sem klerkur og
staðarhaldari í Laufási.
Frekari lýsing á húsinu í þessari nýju mynd birtist í úttekt frá 1828
þar sem segir:
Brúðarhús. Norðanfram í bænum, 6 ál. á lengd 4 á breidd og
frekar 5 á hæð með sex stöfum, þremur bitum og jafnmörgum
sperrum, einlægum syllum og áfellum yfir, tveimur langböndum
og einauknum mæniás. Húsið er alþiljað til hliða og stafna með
reisifjöl fyrir ofan bita. Hurð með lömum og tilhlýðilegum
dyraumbúningi samt skrá og lykli. Gólfið er lagt af gömlum og
graut fúnum fjölum. Veggir sjást ei að innan en meinast stæði legir.
Þar eð húsið hefir nýlega fengið nokkra endurbót, en er þó engan
veginn stæðilegt. Fram af húsi þessu er bygging undir sama formi
1½ al. á lengd, með tveimur stöfum, einauknum bita og sperrum.
Hurð á járnum með ónýtri skrá, tveimur dyrastöfum þrepskildi
og þverfjöl að ofan. Þar fram af liggur ranghali til aðalgangna
reftur með smáspýtum yfir einum langrafti.11