Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 110
BRÚÐARHÚS Í LAUFÁSI 109
kemur fram að í brúðarhúsi er þá langborð, lausabekkur og tréstóll og
skápur.24 Að lokað skuli vera fyrir kakalónsgat í húsinu á ákveðnum
tíma er jafnframt vísbending um að húsið hafi fyrir það verið kynt með
kakalónsofni. Veislugestum í brúðkaupum í Laufási hefur því ekki þurft
að verða kalt þar sem þeir sátu að snæðingi í brúðarhúsi.
Á sunnudaginn þágu boðsgestir „frúkost“ en að því búnu fóru festar
fram í stofunni. Eftir það var genginn brúðargangur til kirkju undir
sálmasöng. Það virðist fyrst og fremst hafa verið gangur kvenna og fóru
þær yngstu og ógiftu fremst en brúðurin og tignar giftar konur aftast.
Brúðurin var svo leidd til sætis hjá brúðguma sínum í hjónastól og
voru þau svo vígð saman í messu. Brúðargangur var einnig genginn frá
kirkjunni og tóku konur sæti í brúðarhúsi en karlar í stofu og snæddu
máltíð.25 Með þriðja réttinum var borinn fram heilags anda bikar með
fyrirsögn æðri manna. Að því búnu skyldu karlar senda svokallaðar
ádrykkjur í brúðarhúsið. Þær fólust í því að karl sendi drykk til konu
sem honum var samboðin, t.d. húsbóndi til konu sinnar og öfugt frá
konum til karla. Eftir a.m.k. tvær slíkar gagnkvæmar drykkjarsendingar
úr stofu gengu konur brúðargang úr brúðarhúsi til stofu. Giftar konur
settust hjá mönnum sínum og brúður í svokallaðan brúðarkrók sem var
tilgreindur staður við háborð í stofu. Brúðgumakrókur var samsvarandi
við hinn enda háborðsins.26 Hér má benda á að staðsetning brúðarhúss
innst í göngum, langt frá stofu, hefur verið heppileg í þessum aðstæðum
en með því móti hefur brúðargangurinn milli húsanna orðið lengri og
virðulegri en ella, ekki bara út um einar dyr og inn um næstu. Eftir
að konur höfðu komið sér fyrir í stofunni var fjórði rétturinn fram
borinn og síðan drukkin skál og taldist þá brúðkaupið formlega sett.
Einnig voru þá sett grið. Eftir það voru allmörg minni drukkin með
forsögnum og söng. Þau voru Marteinsminni, kennt við Martein
biskup eða Martein Lúther eftir siðbreytingu, Maríuminni, Ólafsminni
eða kóngsminni og Kristsminni.27 Að minnisdrykkjum loknum var
máltíð slitið með borðbæn og sálmum og gengu konur þá brúðargang
til sængurhúss þar sem línkonur aðstoðuðu brúðina og karlmenn fylgdu
brúðguma þangað. Er hjónin voru komin í eina sæng var borin inn
hjónaskál sem prestur og mælti fyrir áður en hún var drukkin.28
Á mánudeginum fóru veisluhöld fram á svipaðan hátt og á sunnudegi,
að frátalinni hjónavígslu og sængurgöngu. Frúkostur var snæddur,
næst var brúðargangur til morgunsöngs í kirkju og að honum loknum
var gengið til máltíðar. Karlar settust í stofu og konur í brúðarhús
en þær gengu til stofu eftir að þeim höfðu verið sendar ádrykkjur úr