Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Qupperneq 119
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
veisluhöld en því hrakar ört eftir því sem líður á 18. öldina. Árið 1797
er svo komið að hvorki eru lengur í því bekkir né ofn og ásýnd þess
að innanverðu virðist þá ekki hafa skipt höfuðmáli. Það má því búast
við að húsið hafi þá þegar þjónað öðru meginhlutverki en það hafði í
upphafi. Sú notkun kemur ekki fram í úttektum fremur en notkun húsa
almennt nema að því marki sem fram kemur í nafni þeirra. Undir lok
ábúðar í gamla prestssetrinu í Laufásbæ er vitað að húsið var notað sem
mjólkurhús og má vel vera að svo hafi verið mun lengra aftur en um
aldamótin 1900. Líklegast er að notkunin hafi einfaldlega verið sú sem
best hentaði hverju sinni en upphaf legri nafngift sinni hefur brúðarhús
haldið alla tíð.
Þegar gert var við brúðarhúsið sumarið 1998 gafst tækifæri til að
skoða viði í rjáfri þess sem voru bersýnilega eldri en aðrir viðir hússins.
Í ljós kom að þar var mikið af fjölum sem greinilega höfðu áður verið
hluti af strikuðu veggþili með miðsyllum. Líklegast er að þær hafi áður
annað hvort verið í stofu, en í úttektum er getið um strikað veggþil
þar, eða þá að þær hafi verið í eldri útgáfum brúðarhússins sjálfs. Hvort
sem fjalir þessar eru úr eldri gerðum stofu eða brúðarhúss er ljóst að
þær hafa orðið vitni að afar virðulegu borðhaldi með sálmasöng og
minnisdrykkjum í brúðkaupsveislum heldra fólks í Laufási a.m.k. á fyrri
hluta 18. aldar.
Tilvísanir
1 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/3, 1883. [Í öllum beinum tilvitnunum í eldri
texta í þessari grein er stafsetning færð til nútímahorfs.]
2 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/1, 1690, 1738.
3 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/1, 1738.
4 Sjá t.d. Hörður Ágústsson: Kirkjur á Víðimýri, 54.
5 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/1, 1755.
6 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/2, 1768.
7 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/2, 1785.
8 ÞÍ. Skjs. sýslna. Þingeyjarsýsla XI D, 1b, 2.
9 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA/2, 1797.
10 ÞÍ. Þingeyjarprófastsdæmi. Laufás við Eyjafjörð. AA/14, 1813.
11 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA2, 1828.
12 ÞÍ. Kirknasafn. Laufás við Eyjafjörð. AA3, 1854.
13 Skjs. S-Þ og H.: E 462-1. Jóhann Skaptason: Sagnaþættir af Jóhanni Bessasyni, 33.
14 Hörður Ágústsson: „Stafsmíð á Stóru-Ökrum“, 10-13, 24.
15 Hörður Ágústsson: „Bæjardyraport Þóru Björnsdóttur á Reynistað“, 233.
16 Jón Helgason: „Islandske bryllupstaler og forskrifter fra 16. og 17. årh.“, 32.
17 Lbs.hrd. Lbs. 91 8vo, 1; Árni Björnsson: Merkisdagar á mannsævinni, 273.
18 Sæmundur Eyjólfsson gerði íslenskum brúðkaupssiðum á 16. og 17. öld skil í ritgerð
í Tímariti hins íslenzka bókmenntafjelags árið 1896 og styðst hann þar einkum