Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 125
124 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sýking veldur bólgu sem er greinanleg í beinum vegna óeðlilegrar
beinmyndunar og/eða eyðingar. Slíkt tengist langvinnum sýkingum þar
sem vefjafræðilegar breytingar í beinum eru oftast hægfara. Þær sýkingar
sem greina má í beinum eru því í f lestum tilvikum bakteríusýkingar, þar
sem veirusýkingar eru líklegri til að vera skammvinnar eða leiða f ljótt
til dauða.2 Ein undantekning frá þessu er mænusótt, veirusýking sem
leggst á miðtaugakerfið sérstaklega neðri hreyfitaugafrumur, oftast hjá
börnum, og getur valdið staðbundinni lömun. Ef barnið lifir sýkinguna
af geta merki sjúkdómsins verið lamaður útlimur, rýrnun beina og oft
misþroski þar sem lömunarinnar hefur gætt áður en vexti lauk.3
Breytingar sem bakteríusýking veldur í beinum eru yfirleitt auðgrein-
an legar þó að ekki sé alltaf hægt að nýta þær til að greina ákveðinn
sjúkdóm. Oft er reynt að greina á milli virkrar sýkingar, þar sem
nýbeinsmyndun er f lysjubein, og afstaðinnar sýkingar, þar sem hún
er þéttbein, en ekki er alltaf hægt að greina þar á milli. Meðal þeirra
smitsjúkdóma sem geta haft áhrif á bein og hægt er að greina með
nokkurri vissu vegna auðkennandi breytinga í beinum eru berklar,
holdsveiki og sárasótt.4 Hér verður fjallað um berkla og sárasótt en ekki
holdsveiki, þar sem engin tilfelli af henni voru greind.
Ósértækar sýkingar
Innan fornmeinafræði er gjarnan fjallað um ósértækar sýkingar (non-
specific infections), þ.e. sýkingar þar sem ekki er hægt að greina orsök.
Algengasta bakterían sem veldur sýkingu í beinum er staphylococcus.
Mögulegar smitleiðir í bein eru með blóði eða beint í bein af
völdum opins beinbrots. Slíkar sýkingar eru oft greindar í fornum
söfnum sem beinbólga sem getur haft áhrif á einhvern eða alla hluta
beinsins, beinhimnuna (beinhimnubólga), þéttbeinið (beinbólga) eða
beinmerginn (bein- og mergbólga).5 Beinbólga og bein- og mergbólga
einkennast af beineyðingu og graftarmyndun samhliða nýmyndun
beins. Þá verður óregluleg þykknun á beininu og graftarkýli getur
myndast inni í því. Slík tilfelli hafa greinilega orsakast af sýkingu.
Bein himnubólga einkennist hins vegar einungis af nýbeinsmyndun
á yfirborði beins, sérstaklega á leggjarbeinum. Slíkar myndanir
eru gjarnan skilgreindar sem bólga þar sem ekki er hægt að greina
orsök, og eru mjög oft notaðar til að fjalla um sýkingu og algengi
hennar í fornum beinasöfnum. Í raun er ekki rétt að kalla allar slíkar
myndanir bólgu þar sem hvaða áverki á beinhimnu sem er getur
orsakað beinamyndun, til dæmis högg eða hörgulsjúkdómar. Nýleg