Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 127
126 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
er að sjá þessi áhrif sárasóttar á sköf lungum, dálkum, viðbeinum, lær-
leggjum, ölnum og sveifum. Þess háttar tvíhliða beinbólga, sér stak-
lega á framanverðum sköf lungum (heitir þá sverðsköf lungur), er góð
vísbending um sárasótt þó að hún sé ekki greinandi ein og sér. Auk
þess getur sárasótt valdið eyðingu á andlits- og nefbeinum og orsakað
stækkun nefholsins.10
Rannsóknarefni
142 beinagrindur úr fjórum kirkjugörðum liggja til grundvallar þessari
rannsókn. Kirkjugarðarnir eru: garðurinn á Skeljastöðum í Þjórsárdal
(alls 54), 11.-12. öld;11 garðurinn á Hofstöðum í Mývatnssveit (alls 51),
11.-14. öld;12 Gamli kirkjugarðurinn á horni Aðalstrætis og Kirkju strætis
í Reykjavík (alls 13), 18.-19. öld13 og garðurinn í Viðey í Kollafirði (alls
24) 18.-19. öld.14
Þar sem þessi grein fjallar um rannsóknir á langvinnum sýkingum
hafa beinagrindur barna undir 13 ára aldri ekki verið teknar með enda
ólíklegt að börn yngri en það hafi lifað nógu lengi með sýkingu til að
hún hafi haft áhrif á beinin. Fjöldi beinagrinda barna í söfnunum er líka
mjög misjafn, því hefði það skekkt tölfræðina að hafa þær með.
Aðferðafræði
Höfundur vann alla hluta rannsóknarinnar. Kyn og lífaldur voru greind
með hefðbundnum fornbeinafræðilegum aðferðum.15 Allar greiningar
á sjúkdómum voru byggðar á stórsæjum rannsóknum á beinum. Við
rann sóknina var hverri beinagrind raðað í rétta líkamlega stöðu og
varð veisla skráð. Því næst var hvert bein skoðað og öllum breytingum
lýst nákvæmlega. Allar þessar upplýsingar voru settar inn í Access
gagna grunn sem þróaður var í þessu verkefni. Greiningar á einstaka
sjúkdómum voru byggðar á öllum þeim breytingum sem var að finna á
beinagrindinni í heild sinni.16
Niðurstöður
Eitt helsta vandamál mannabeinarannsókna á Íslandi er smæð þeirra
safna sem til eru og hana verður að hafa í huga þegar niðurstöður eru
skoðaðar. Til þess að auðvelda samanburð voru söfnin úr Viðey17 og
Gamla kirkjugarðinum í Reykjavík sameinuð (37 beinagrindur, hér
eftir „Reykjavík”) en þau eru frá sama tíma og svæði og endurspegla
að líkindum áþekka þjóðfélagshópa. Þessi söfn eru nógu stór til að
hægt sé að mæla heildaralgengi, þ.e. þá sem eru sýktir sem hlutfall af