Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 131
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gömlum karli (VEY-A-15). Hjá hinum þremur voru einnig merki um
beinhimnubólgu annars staðar í líkamanum en ekki nógu alvarleg til að
greina mætti berkla með vissu. Þær breytingar voru á viðbeini í 25-35
ára karli (RVK-C-1), á efri kjálka í 35-45 ára gamalli konu (VEY-A-21)
og á herðablaði og sköf lungi í 35-45 ára gömlum karli (VEY-A-29).
Þrír einstaklingar í safninu voru með greinanlega berkla. Barn,
13-18 ára (VEY-A-23), var með virka nýbeinsmyndun á innanverðum
rifbeinum auk víðtækrar beinhimnubólgu á báðum lærleggjum, sköf l-
ungum, dálkum og ristarbeinum í báðum fótum. Tvö tilfelli voru
af sýkingu í beini sem líklegast er að hafi verið berklar þó að engar
breytingar hafi verið á rifbeinum. Annað er 25-35 ára gömul kona
(RVK-C-2). Hún var með virka bein- og mergbólgu í liðbol fimmta
lendarliðar sem hefur leitt til þess að liðbolurinn var byrjaður að falla
saman, hryggberklakryppa á byrjunarstigi. Auk þess var hún með bein-
himnu bólgu á báðum sköf lungum. Hitt tilfellið er 35-45 ára gamall karl
(VEY-A-1). Hann var með afstaðna beinbólgu í vinstri mjaðmar spaða
og spjaldhrygg sem hefur leitt til samruna vinstri spjald- og mjaðmar-
beinsliðar.
Eitt tilfelli enn var af greinanlegum smitsjúkdómi. Karl, sem hefur
verið eldri en 45 ára þegar hann lést (VEY-A-21b), var með merki
virkrar sárasóttar, þurraátu á byrjunarstigi á ennisbeinum (mynd 5) auk
eyðingar andlits- og nefbeins. Einnig var nýbeinsmyndun sem bendir
til beinhimnubólgu víða um líkamann, á hryggjarliðum, utanverðum
rifbeinum, handarbeinum, lærleggjum (mynd 6) og sköf lungum.
Mynd 4. Nýbeinsmyndun á innra byrði hægri rifbeina VEY-A-29. New bone formation on
the inner surface of the right ribs, VEY-A-29.