Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 133
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
grindasafni, t.d. dánartíðni ungbarna eða hlutfall karla og kvenna,
ganga út frá slíkum stöðugleika. Þetta helgast af því að eiga þarf við
allt safnið sem eina heild (þótt stundum sé hægt að skipta því upp
í tíma bil) þar sem breyturnar í samfélaginu eru oftast óþekktar og er
því horft á þá sem dóu, stundum á löngu tímabili, sem einn stöðugan
hóp.20 Þetta verður meðal annars til þess að faraldrar týnast. Sem dæmi
má taka kirkju garð sem var í notkun í 200 ár. Í samfélaginu sem hann
þjónaði var sjúkdómur sem greina má í beinum en algengið var mest-
allan tímann frekar lágt fyrir utan fimm ára tímabil þegar algengi sjúk-
dómsins margfaldaðist. Þegar fornbeinafræðingur skoðar þetta safn er
ekki hægt að einangra tímabilið þegar faraldurinn gekk yfir. Safnið er
skoðað sem einn stöðugur hópur sem hefur þau áhrif að meðalalgengi
sjúkdómsins í safninu virðist mun hærra en það var mest allan tímann
sem kirkjugarðurinn var í notkun.21
Annar þáttur sem hefur áhrif á beinagrindasöfn er valvís dauði
(selective mortality). Það liggur í hlutarins eðli að beinagrindasafn getur
aldrei sam svarað lifandi samfélagi. Einstaklingarnir innan þess eru ekki
lengur á lífi og algengi sjúkdóma er því aldrei það sama og það var á til-
teknum tíma í því samfélagi sem safnið er komið úr. Þetta á sérstaklega
við um sjúkdóma sem eru líklegir til að draga fólk til dauða. Algengi
slíkra sjúkdóma er hærra í safni af látnum einstaklingum úr samfélaginu
en lifandi. Ef við skoðum til dæmis alla einstaklinga á þrítugsaldri í safni
segir það sig sjálft að þeir eru ekki einkennandi fyrir alla einstaklinga á
þrítug s aldri í samfélaginu, þetta eru þeir sem létust. Ef nokkrir þeirra
dóu úr sama sjúkdómnum eru þeir samt ekki einkennandi fyrir þann
hóp af einstaklingum á þrítugsaldri í samfélaginu sem voru í hættu að
veikjast og deyja. Sumir þeir sem voru í hættu veiktust aldrei og aðrir
geta hafa veikst en lifað af og dáið á sextugsaldri. Í þeim tilvikum sjáum
við einkenni sjúkdómsins ekki á fólki á þeim aldri sem það var veikt
heldur á þeim aldri sem það lést.22 Í þessu samhengi er líka mikilvægt
að hafa í huga að safn nær ekki yfir alla sem dóu í því samfélagi sem
garðurinn þjónaði. Ekki dóu allir á tímabilinu sem grafreiturinn var í
notkun, samfélagið hefur að öllum líkindum verið til áður en byrjað var
að grafa í garðinn og einnig eftir að því var hætt. Ekki voru allir sem
dóu grafnir í grafreitnum, vegna samfélagslegra ástæðna eða tilviljana,
og sjaldnast eru allir sem jarðsettir voru í grafreitnum grafnir upp
þannig að hægt sé að rannsaka þá, t.d. vegna mismunandi varðveislu
eða þess að einungis hluti grafreitsins hefur verið grafinn upp.23
Þriðji þáttur beinafræðiþversagnarinnar, sem á hvað mest við í því