Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 135
134 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
orsök sjúkdómsins. Þegar tilfellin eru skoðuð sést að á Hofstöðum eru
sjúkdómarnir virkir í öllum tilfellum og engin merki um alvarlega sýk-
ingu í beinum. Í Reykjavík eru ekki einungis f leiri tilfelli heldur eru
sjúkdómarnir komnir lengra á veg. Í þremur af sjö tilvikum þar sem
lungna sjúkdómar eru greindir er komin beinbólga sem bendir til berkla-
sýkingar, þar með talið eitt tilfelli af hryggberklakryppu á byrjunarstigi.
Bein túlkun á þessum niðurstöðum myndi gefa til kynna að í
Reykjavík hafi verið mun veikara fólk, þar eru f leiri tilfelli af smit-
sjúkdómum og sýkingum auk alvarlegri tilfella en sjást á Hofstöðum.
Ef við hins vegar tökum mið af duldum áhrifum af áhættu breytileika,27
má snúa túlkun inni algerlega við. Smitsjúkdómar og sýkingar eru
algengari í Reykjavík en á Hofstöðum auk þess sem sjúkdómarnir þar
eru lengra gengnir og bera þess jafnvel merki að þeir hafi ekki verið
virkir. Þetta gæti verið til marks um að almennt heilsufar hafi verið
mun betra á Reykja víkursvæðinu á 18.-19. öld en á Hofstöðum á
miðöldum. Ónæmi hafi verið meira og næring og almenn lífskjör gætu
hafa verið það góð að þeir sem sýktust hafi verið nógu heilsuhraustir
til að lifa það lengi með sjúkdóminn að breytingar sjáist á beinum og
að þeir hafi jafnvel læknast. Þó að merki um sýkingar séu sjaldgæfar á
Hofstöðum er það eitt og sér ekki nóg til að staðhæfa að þær hafi ekki
verið til staðar, það eina sem það segir okkur er að þar hafi sýkingarnar
ekki verið lang vinnar.
Mikilvægt er að hafa í huga að setja niðurstöðurnar í samhengi,
bæði við það samfélag sem notaði grafreitina sem söfnin koma úr og þá
sjúkdóma sem verið er að rannsaka. Þeir sjúkdómar sem helst er fjallað
um hér, berklar og sárasótt, eru til dæmis þéttbýlissjúkdómar, þeir þurfa
nána samvist fólks til þess að berast á milli manna.28 Ef smitsjúkdómur
á að viðhaldast í samfélagi verður hver sjúklingur að smita að minnsta
kosti einn. Því þarf samfélagið að vera nægilega stórt og þéttbýlt til að
viðhalda sjúkdómnum svo að hann geti orðið landlægur.29 Mismunandi
er hve mikinn mannfjölda þarf til að berklar geti orðið landlægir. Það
fer eftir aðstæðum þar sem aðrir þættir hafa áhrif á næmi fólks, til
dæmis almennt heilsufar, mataræði og erfðir.30 Fólksfjöldi í Reykjavík
árið 1703, miðað við það umdæmi sem var ákveðið árið 1835 (10 km²),
var 185 manns.31 Árið 1850 var hann orðinn 1149.32. Á þessum tæplega
150 árum hefur fjöldi íbúa í Reykjavík sexfaldast og íbúafjöldi á hvern
ferkílómetra farið úr 18 í rúmlega 100 (mynd 7). Með öðrum orðum
þá margfaldaðist bæði íbúafjöldinn og þéttleiki byggðarinnar á þessum
tíma og samfélagið var orðið nógu stórt til að sjúkdómar eins og berklar