Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 137
136 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sem Hofstaðakirkjugarðurinn þjónaði var einfaldlega ekki nógu stór
eða nógu þétt til að smitsjúkdómar eins og berklar gætu verið land -
lægir. Líklegast hafa ekki aðrir verið grafnir í kirkju garðinum á
Hofstöðum en heimilisfólk, þar sem Hofstaðakirkja átti enga sókn aðra
en Hofstaði sjálfa. Þó að býli í næsta nágrenni hefðu notað garðinn
hefur heildarfólksfjöldinn sem hann þjónaði aldrei verið mikið meiri
en 20 og líklegast ekki mikið um stöðugan samgang. Engar nákvæmar
tölur um fólksfjölda eru til frá þeim tíma sem Hofstaðakirkjugarðurinn
var í notkun en í manntali 1703 eru íbúar í Skútustaðahreppi 239.36
Hreppurinn var þá um 400 km² þannig að þéttleiki byggðar hefur verið
minna en einn íbúi, eða um 0,6 á hvern ferkílómetra. Þessar tölur eru frá
því eftir að kirkjugarðurinn á Hofstöðum fór úr notkun en ætla má að
ekki hafi orðið miklar breytingar á fólksfjölda í Mývatnssveit, að minnsta
kosti ekki frá því á 13. öld.37 Smitsjúkdómar eins og berklar hafa því
alltaf verið í formi faraldra í Mývatnssveit. Þess vegna er líklegt að lítið
ónæmi hafi verið fyrir smitsjúkdómum þar sem kynslóðir hafa alist upp
sem höfðu ekki komist í snertingu við þá. Því geta sjúkdómarnir einir
og sér ekki varpað ljósi á almennt heilsufar í þessu safni þar sem ekki er
hægt að gera greinarmun á þeim sem létust f ljótlega eftir að þeir sýktust
og þeim sem aldrei fengu sjúkdóminn.
Niðurstöðurnar frá Skeljastöðum virðast hins vegar stangast á við
þessa umræðu. Kirkjugarðarnir á Skeljastöðum og Hofstöðum eru frá
svipuðum tíma, svipaðir að stærð og hafa þjónað mjög svipuðum sam-
félögum. Minna er vitað um sóknaskipan í Þjórsárdal en í Mývatnssveit
en jafnan er gert ráð fyrir því að kirkjan á Skeljastöðum hafi þjónað f leiri
bæjum í dalnum. Hins vegar er vitað að bænhús voru á Skriðufelli og
Stöng og þau gætu hafa verið víðar.38 Því má vera að kirkjugarðurinn á
Skelja stöðum hafi fyrst og fremst verið heimagrafreitur líkt og Hofstaðir
þótt ekki verði um það fullyrt. Sveitirnar voru álíka strjálbýlar og
algengar bæjarleiðir á bilinu 2-4 km. Á þeim tíma sem kirkjugarðurinn
var í notkun hafa verið um 10-15 bæir í byggð í dalnum, um 70-100
manns. Miðað við nýtanlegt landssvæði39 hefur verið rúmlega einn
íbúi á hvern ferkílómetra. Hlutfall þeirra sem voru með smitsjúkdóma
á Skeljastöðum er hærra en á Hofstöðum, sex, eða 11% af þeim 54 sem
mynda safnið, sem er varla marktækur munur ef smæð safnanna er höfð
í huga. Sé aftur á móti litið til berklatilfellanna eru þau alls fjögur,
þar af þrjú þar sem sjúkdómurinn er mjög langt genginn, í tveimur
tilvikum þannig að mennirnir hafa verið örkumlaðir. Með tilliti til þess
samfélags sem kirkjugarðurinn þjónaði er augljóst að það hefur ekki