Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 149
148 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Helgi Skúli Kjartansson hefur bent á að landnám og kirkjusóknir falli
nokkuð saman í Eystrihrepp en engin merki séu um slíkt í Ytrihrepp
þegar miðað er við landnámsmörk um Litlu-Laxá og Áslæk.31 Það þarf
raunar ekki að koma á óvart þar sem þau mörk eru ekki byggð á öðru
en ágiskunum. Í hreppnum er á hinn bóginn eins og víðar tilhneiging
til að aðalkirkjur séu á landnámsbæjum eða í næsta nágrenni þeirra.
Þannig voru á miðöldum prestskyldar kirkjur á landnámsbænum Hólum
(Hrepphólum) og í Reykjadal sem er næsti bær við Berghyl (um 1,5 km
á milli). Einnig á Núpi í Eystrihrepp sem er næsti bær við landnámsbýlið
Skaftholt (um 2 km á milli), í Steinsholti þar sem Ófeigsstaðir kenndir við
landnámsmanninn eru rétt utan túns og á landnámsjörðinni Ólafsvöllum
á Skeiðum. Í landnámi Haukadalsmanna í efri hluta Ytrihrepps nefnir
Landnáma ekkert býli en á stærstu jörðinni Tungufelli var komin prest-
skyld kirkja um 1200. 32
Þar sem nágrannabær landnámsbýlis varð kirkjustaður er land náms býlið
að jafnaði miklu minni jörð, jafnvel hjáleiga frá kirkju staðnum eða eyðibýli.
Þannig er t.d. Núpur miklu meiri jörð en Skaftholt og má líklega gera ráð
fyrir að landnámsjörðin hafi verið Núpur ásamt Skaftholti. Á sínum tíma
benti Brynjúlfur frá Minna-Núpi á að Reykjadalur muni upp haf lega vera
nafn dalverpisins sem samnefndur bær stendur í ásamt Þórarins stöðum og
Laugum, og einnig Berghyl þar sem Bröndólfur land náms maður bjó að
sögn Landnámu. Dalurinn muni draga nafn af jarðhitanum á Laugum, en
einstakur bær hefði ekki „verið nefndur nafni dalsins ef aðrir bæir hefðu
staðið þar áður.“ Brynjúlfur taldi þess vegna Reykjadal vera upphaf legu
landnámsjörðina.33 Þessi ábending Brynjúlfs er athyglisverð í því ljósi að
sóknarkirkja var í Reykjadal eins og víða á land náms býlum.
Reglan um kirkju á landnámsbýli eða í næsta nágrenni er ekki án
undan tekninga, en freistandi er þó að leita Másstaða í nágrenni við
kirkju stað og þá helst þar sem sóknarkirkja varð þegar sóknaskipan var að
mótast. Eðlilegt er að mönnum komi Hruni þá fyrst í hug, en þaðan eru
um 5,5 km upp að rústaleifunum við Árfellið sem er miklu lengra en í
dæmunum hér að framan. Helgi Þorláksson hefur reyndar leitt rök að því
að Gröf hafi upphaf lega haft stærra hlutverk sem kirkjustaður en Hruni,
en Gröf er ekki í kirknatali Páls biskups frá því um 1200. Helgi telur því
að prestskyld hafi verið f lutt frá Gröf að Hruna og þar hafi fyrir 1200 verið
stofnaður staður sem tekið hafi að mestu við hlutverki Grafarkirkju.34 Að
þessu athuguðu, og þar sem engar heimildir eru fyrir landnámsmörkum
um Litlu-Laxá, ætti ekki síður að leita Másstaða í grennd við Gröf en
Hruna.