Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 158
HVERNIG BYGGÐIST YTRIHREPPUR? 157
Efra- og Syðra-Hólakot.71 Sóleyjarbakki, Núpstún og Hólakot urðu síðar
sjálfstæð býli án þess að úthögum væri skipt og landamerki sett.
Á milli Hrepphólatorfunnar og þéttbýlisins við Gröf eru tvö stórbýli
og fyrrum kirkjustaðir, Miðfell og Efra-Langholt, bæði 60 hundraða
jarðir.72 Syðra-Langholt var líka kirkjustaður en ekki jafnstór jörð og
hinar tvær. Lönd Syðra-Langholts og Unnarholts mynda samstæða
heild og hafa líklega í upphafi verið ein jörð á stærð við Efra-Langholt.
Unnarholt hefur þá byggst úr Syðra-Langholti sem tæpur helmingur
landsins og átti þangað kirkjusókn.73 Landamerki benda líka til að Galta-
fell hafi byggst sem um það bil þriðjungur úr upphaf legu landi Miðfells.
Þessar þrjár stórjarðir og kirkjustaðir á milli Hólalands og hinna upp-
haf legu Grafarþinga virðast falla vel að kenningu Orra Vésteinssonar
og samstarfsmanna hans um dæmigert landnámsferli. Þær tilheyra þá
öðru stigi landnámsins þar sem góðu landi utan hinna upphaf legu
land náms jarða var skipt niður í tiltölulega stórar jarðir („Large simple
settlements“). Á slíkum jörðum voru oftast útkirkjur eða a.m.k. bænhús
og stundum hjábýli, þrjú eða færri.74 Það á allt ágætlega við um Miðfell,
Efra-Langholt og Syðra-Langholt með Unnarholti. Skipholt og Hruna
má líka telja í þessum f lokki. Í Skipholti var kirkja snemma á öldum,
jörðin er stór og góð og eitt fornt hjábýli, Kotlaugar.75 Heimaland Hruna
er af góðri meðalstærð og þar mun hafa verið a.m.k. eitt gamalt hjábýli.76
Helgi Þorláksson telur að eiginleg heimaþing Hruna hafi upphaf lega
verið fjórir bæir, Kaldbakur, Hörgsholt, Laxárdalur og Sólheimar.77
Þarna er fremur langt á milli bæja, engin þétt byggð út frá móðurjörð
Mynd 6. Horft er í norður að Kotlaugum, nýbýli frá Skipholti, á miðri mynd og Skipholts-
bæjunum fjær. Bærinn á Kotlaugum var áður framan undir ásnum hægra megin á myndinni.
Myndin var tekin 18. apríl 2008.