Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Síða 161
160 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eða einungis undir Hrauni.88 Alþekkt er líka frásögnin í Íslendingasögu
Sturlu Þórðarsonar af draumum Jóreiðar „í Miðjumdal“ þar sem seinna
hét Miðdalur.89
Flest nöfn gamalla lögbýla í Ytrihrepp, þeirra sem nefnd eru í mál-
dögum 14. aldar, eru væntanlega af þessum toga. Til dæmis hefur Mið-
fell áður kallast undir Miðfelli, Hólar að Hólum (þ.e. við Hóla), Reykja-
dalur í Reykjadal o.s.frv. Nöfnin Hlíð, Gröf, Ísabakki og Bakki eru líka
dregin af landslagi og eru auðskilin. Tveir bæir með nafninu Bakki á 14.
öld voru seinna aðgreindir og nefndust Sóleyjarbakki og Grafarbakki.
Síðar nefnda nafnið bendir til tengsla við Gröf, enda er bærinn meðal
þeirra sem ætla má að hafi snemma byggst frá landnámsjörðinni Gröf
og verið í hinum fornu Grafarþingum.
Nokkrir bæir voru kenndir við smærri náttúrufyrirbæri, svo sem Foss,
Laugar og Berghylur. Það síðast nefnda vísar líklega til veiðistaðar í Litlu-
Laxá og má líta á það sem legulýsingu, að Berghyl, (þ.e. við Berghyl).
Tvö gömul bæjanöfn í hreppnum, Jötu og Hruna, er ekki jafnauðvelt
að skýra. Nafnið Jata er líklega dregið af landslagi, bærinn stendur fast
upp við bratta fjallshlíð og sjóndeildar hringur er þröngur til allra átta.
Óvíst er hvað bæjarnafnið Hruni merkir, nafnið gæti vísað til hruns,
einhvers sem hrynur.90 Bærinn stendur undir lágri hæð, Hrunanum og
ekki liggur í augum uppi að þessi merking eigi þar við. Við Hrunakrók
(*Forna-Hruna) er hæðin Hruni með stuðlabergshömrum þar sem
grjót hrun gæti skýrt nafnið.
Bæjarnafnið Kaldbakur er líklega þannig til komið að Kaldbaksfjall
hafi kallast Kaldbakur og bæjarnafnið sé hliðstætt nöfnum bæjanna sem
kennd eru við fell (Tungufell, Miðfell, Galtafell.)91
Fornir máldagar Hrunakirkju nefna Laugar tvennar, og er annar
bærinn vafalaust Kotlaugar sem „meinast í fyrstu hafa verið hjáleiga frá
Skipholti, en nú [1709] er þar fullt fyrirsvar“ segir í Jarðabók Árna og
Páls.92 Algengt var að kenna hjáleigur við heimabæinn með endingunni
-kot. Hitt þekktist líka að Kot- væri eins og hér forliður í nafninu og þá
til aðgreiningar frá stærra býli með sama nafni.93 Hvort tveggja bendir
til yngra stigs í þróun byggðar eins og nöfn hjáleigna yfirleitt. Þau
eru sjaldnast hrein náttúrunöfn en vísa fremur til einhvers sem tengist
búsetu ef þau eru ekki kennd við heimabæinn með endingunni -kot
eða -hjáleiga. Í Ytrihrepp má nefna sem dæmi nöfnin Núpstún, Gata og
Dalbær. Einnig Sel þar sem tvö býli voru þegar á 14. öld. Jarðabókin
segir að Selin muni áður hafa verið ein jörð og tilheyrt Gröf og sjálfsagt
hefur þar fyrst verið sel þaðan.