Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2009, Page 162
HVERNIG BYGGÐIST YTRIHREPPUR? 161
Hér framar hefur verið minnst á kenningar um uppruna bæjanafna
með endingunni -staðir. Í fornum máldögum Hrunakirkju eru nefndir
tveir staða-bæir, Hrafnkelsstaðir og Þórarinsstaðir. Auk þeirra nefnir
Jarða bókin Högnastaði sem voru „í fyrstu hjáleiga frá Gröf, [...] var þó
langtum eldra býli.“94 Þessir þrennir -staðir eru meðal þeirra tiltölulega
smáu jarða sem ætla má að hafi byggst frá Reykjadal og Gröf. Og
Másstaði mætti telja þar með hafi þeir verið hjá Hvítárholti eins og líkur
benda til. Þetta fellur einkar vel að kenningunni um að -staðirnir hafi
í fyrstu verið nytjaeiningar frá landnámsbæjum og að landnámsjarðir
Naddoddssona hafi þá verið kirkjustaðirnir Reykjadalur og Gröf. Það
gæti í f ljótu bragði virst í mótsögn við Landnámu sem segir bústaði
þeirra hafa verið Berghyl og Másstaði. Allt kemur þó ágætlega heim og
saman þegar höfð er í huga hugmynd Svavars Sigmundssonar um staða-
nöfnin og ábending Brynjúlfs frá Minna-Núpi um Reykjadal. Staða-
bæirnir í nágrenni Grafar (Hrafnkelsstaðir og Högnastaðir) styðja enn
frekar þá ályktun að Gröf hafi verið landnámsjörð og að Másstaðir hafi
þá verið þar í grennd.
Enn einir -staðir „Tónastaðir“ (eða „Tójansstaðir“) voru hjáleiga frá
Haukholtum95 í landnámi Haukadalsmanna samkvæmt Landnámu.
Í Jarðabókinni frá 1709 er tekið fram að nafnið sé gamalt en þá var
hjáleigan í eyði. Merking forliðarins Tóna- eða Tójans- er óljós en
samkvæmt Íslenskri orðsifjabók eru heimildir frá 14. öld um auknefnið
„tóni“. Þarna kallast nú á Túnastöðum og voru þar til skamms tíma
fjárhús frá Haukholtum.
Aðeins eitt bæjarnafn í hreppnum, Sólheimar, er í f lokki sem Hans
Kuhn kallaði „íburðarnöfn“ og hann taldi valin vegna þess að þau þóttu
falleg og tilkomumikil.96 Sólheimar í Mýrdal eru nefndir í Landnámu97
og má gera ráð fyrir að nafnið sé frá landnámsöld og líklega innf lutt
með landnámsmönnum þótt Kuhn teldi fá íburðarnöfn svo gömul.
Nöfn hjáleigna voru af ýmsu tagi og verða hér taldar nokkrar sem
seinna urðu sjálfstæð býli, f lest ennþá í byggð. Fáeinar hjáleigur báru
hrein náttúrunöfn: Hamarsholt var hjáleiga frá Tungufelli (í eyði frá 1875),
Hvítárholt frá Ísabakka, Ás frá Hruna og Bakki (Sóleyjarbakki) frá Hólum.
Einnig Gróf (eða Skollagróf ), hjáleiga frá Skipholti. Með endingunni -kot
voru Reykjadalskot (nú Túnsberg), Langholtskot, Hólakot og Unnarholtskot.
Áður hafa verið nefndar gömlu hjáleigurnar Dalbær, Gata og Núpstún.
Nokkrar hjáleigur báru kostuleg nöfn og kom þá fyrir á 20. öld að
skipt væri um nafn á bænum: Snússa (nú Ásatún), Bolafótur (nú Bjarg),
Þverspyrna og Skrautás (í eyði frá 1929). Þessi upptalning hjá leigna er langt